Veiðitölur

Fáskrúð í Dölum.

Fáskrúð í Dölum

á upptök á svokallaðri Gaflfellsheiði og fellur til sjávar um 10 km. norðan við Búðardal. Áin er um það bil 25 km. löng og vatnasviðið 32 ferkílómetrar.  Helsta þveráin heitir einmitt Þverá, og er neðsti hluti hennar laxgengur. 

 

Meðalveiði áranna 1974 til og með 2008 er 230 laxar. Mest 464 laxar árið 1988, en fór niður í 96 fiska árið 1994.  

Meðalveiði áranna 2000 – 2017 er 253 laxar.  Mest 520 árið 2010, en fór niður í 78 fiska árið 2014.

 

Um það bil 40 merktir veiðistaðir eru í ánni. Áin er veidd með tveim til þrem stöngum í senn, og einungis er veiði leyfð á flugu.

 

Sú breyting átti sér stað nú (2018) að eigandi Ljárskóga mun sjálfur selja sína daga í ánni á móti Stangaveiðifélagi Akraness. Aðilar þessir skipta með sér veiðidögum í ánni, sex daga í senn hvor. Veiðihúsið við Fáskrúð er steinsteypt einbýlishús sem stendur fyrir landi Ljárskóga. Húsið var mikið endurbætt að utan og innan árið 2017 ( www.ljarskogar.is).

 

 

Ljárskógar; Arnór Björnsson, sími 822-2691

 

Stangveiðifélag Akraness; Búi Örlygsson, sími 431-5444.

 

Staðsetning á korti 

 

(síðast breytt Mars 2018)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
Engar tölur hafa borist

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2017209
2016220
2015265
201478
2013250
2012157
2011248
2010520
2009488
20084326
2007322
2006178
2005283
2004194
2003182
2002170
2001221
2000143