Veiðitölur

Haffjarðará

Haffjarðará rennur úr Oddastaðavatni (57 m. yfir sjó) um 25 km. veg til sjávar í Hafursfirði. Sjálft veiðisvæðið er nokkru styttra. Í Haffjarðará falla Höfðaáin, neðan Oddastaðavatns og Hraunholtaáin úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn. Núpá á sameiginlegt ósasvæði með Haffjarðaránni. Heildarvatnasvið eru tæpir 450 ferkm.

 

Haffjarðará er kunn laxveiðiá og þykir einstaklega örugg þannig að sveiflur milli ára eru minni en víðast annarsstaðar. Meðalveiði frá 1974 til 2008 eru 774 laxar, minnst 465 árið 1981 en mest árið 2008 = 2010 laxar. Veitt er á 6 stengur og einvörðungu á flugu. Nýlegt og mjög vandað veiðihús er við ána. Haffjarðaráin hefur nokkra sérstöðu að tvennu leyti. Fyrra atriðið er að ekki hefur verið stunduð nein fiskrækt í ánni og eingöngu treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Hið síðara að veiðirétturinn er sérmetin fasteign og fylgir ekki landi.

 

Veiðifélag er ekki við ána. Aðaleigendur veiðiréttarins eru tveir og ráðstafa þeir veiði sjálfir. Hringið í annaðhvort Óttar Ingvarsson, 588-7600 eð Einar Sigfússon, 565-8369.

 

(Síðast breytt 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.406
3. júl.916
10. júl.1336
17. júl.1856
24. júl.2566
31. júl.3026
7. ágú.3486
14. ágú.4356
21. ágú.4876

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20181545
20171167
20161305
20151660
2014821
20132158
20121146
20111526
20101978
20091622156
20082010156
20071065
20061049
20041133
20031007
2002943
2001532
2000672
1999793
1998752
1997560
1996602
1995735
1994672
1993617
1992818
1991711
1990599
1989661
1988875
1987521
19861131
1985562
1984549
1982562
1981465
1980494
1979701
1978950
1977624
1976595
1975559
1974613