Veiðitölur

Laxá í Kjós

Laxá í Kjós.

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.

 

Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann. 

 

Núverandi leigutaki er:

Veiðifélagið  Hreggnasi

Sími 577 2230

Jón Þór Júlíusson

Farsími  898 2230
E-mail: jon@hreggnasi.is

www.hreggnasi.is

Facebook:  Hreggnasi Angling Club

(Síðast breytt í janúar 2011)

 

(Síðast endurskoðað í janúar 2011)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
19. jún.36
26. jún.66
3. júl.258
10. júl.428
17. júl.638
24. júl.758
31. júl.838
7. ágú.1038
14. ágú.1218
21. ágú.1328

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20181054
2017860
2016601
20151383
2014605
20131281
2012533
2012525100
20111112
20101170
20091404
2008153019
2007875196
20061023264
20051312183
20041305323
20031457239
20021483421
2001916544
2000940394
19991171
19981198
1997985
1996629
1995866
1994683
19931103
19921053
19911328
19901370
19891819
19883422
1987933
19861043
1985871
19841273
19831545
1982927
19811290
1980950
19791508
19781648
19771677
19761973
19751901
19741270