Veiðitölur

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er dragá, ekki stór og með drjúgum lindáreinkennum.  Hún fellur til Laxár í Aðaldal frá hægri, um það bil 4 km. frá ósi.  Sjálf kemur Mýrarkvíslin úr Langavatni, sem er rétt við Kísilveginn nokkuð sunnan Reykjahverfisins.  (Efsti hluti árinnar er gjarna kölluð Reykjakvísl.)  Lengd árinnar er um það bil 25 km. frá ósi í Laxá og upp í Langavatn, en til þess fellur Geitafellsá, að hluta sunnan úr Kringluvatni.  Heildar vatnasvið er talið vera 263 ferkm.  Fiskgeng er áin allt upp til vatns og merktir veiðistaðir yfir 50 talsins.  Veiða má á þrjár stengur í senn.  Aðgangur er að veiðihúsi án þjónustu.  Í húsinu eru fjögur svefnherbergi.

 

Meðal laxveiði í Mýrarkvíslinni eru 222 laxar.  Besti aflinn fékst árið 1986 - 490 fiskar.  Minnsta skráða veiði er 48 laxar árið 2013.  Auk laxveiðinnar er þarna einnig drjúg silungsveiði.

Það er fyrirtækið Icelandic Fishing Guide sem nú sér um upplýsingagjöf og sölu veiðileyfa.  Sími þar á bæ er 660-1642, en netfang matti@icelandfishingguide.com     Vefsíða Mýrarkvíslar er www.myrarkvisl.is

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
30. sep.1673974

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2019167397
201883560
201776536
2016114488
2015176568
201497530
201348
201255
2011102
201082
200969
200810143
200749
2006306
2005385
2004357
2003103
2002258
200183
200049