Veiðitölur

Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni 58 km. leið til sjávar í Skjálfandaflóa, skammt norðann Laxamýrar. Hún er fiskgeng að Brúarfossum, 26 km.leið. Í Laxárdalnum, ofan Brúa, er mjög góð staðbundin urriðaveiði. Hún er lindá, meðalrennsli 44 rúmm./sek. vatnasvið 2150 ferkm. Helstu þverár eru Mýrarkvísl, Eyvindarlækur með Reykjadalsá og svo Kráká, sem fellur til Laxár á upptakasvæðinu við Mývatn. Lífríki Laxár og Mývatns hefur sérstöðu meðal íslenskra vatnakerfa og gilda um það sér lög um verndun Laxár og Mývatns. Um urriðasvæðið ofan Brúa verður fjallað á sér síðu. Meðalveiði í Laxá á árunum 1974 til 2008 er 1597 laxar, minnst 624 laxar árið 2003 en mest 3063 árið 1978. Auk laxveiðinnar er dágott silungsveiðisvæði rétt neðan virkjunarinnar, með liðlega 1000 urriða meðalveiði á ári.

 

Nokkrir leigutakar eru að þessari veiði, sá stærsti þeirra er "Laxárfélagið" sem haft hefur meiri hluta árinnar á leigu í 60 ár. Veiðihús Laxárfélagsins er á Vökuholti við Laxamýri. Þá eru svokallaðar "Nesveiðar" fyrir landi Árness og fleiri jarða leigðar sér og að mestu nýttar af erlendum veiðimönnum um miðbik sumarsins.    Veiðiheimili þeira er í Árnesi.  Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur nú Árnessvæðið á leigu.  Netfang leigutakans er svfr@svfr.is  Sími: 568-6050.

 

Auk þess selja sumir bændur veiði fyrir eigin landi og veiðiþjónustan Lax-á, Vatnsendabletti 181,  Kópavogi, er einnig með stengur á silungasvæðinu neðan Brúa.  Í þá má ná í sima 557-6100 eða á netfanginu arnibald@lax-a.is

 

(Síðast breytt 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.4417
3. júl.7017
10. júl.11417
17. júl.15617
24. júl.21717
31. júl.25817
7. ágú.29517
14. ágú.34617
21. ágú.39617

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018608
2017709
20161207
20151201
2014849
20131009
2012428
20111067
20101493
20091117
20081226271
200710761150
20068301557
200510251535
20049471413
2003624942
200211891633
200110421917
20009161762
1999845
19981928
19971227
19961047
19951116
19941226
19931983
19922295
19911439
19901543
19891619
19872422
19862730
19851911
19841256
19831109
19821304
19811455
19802324
19792372
19783063
19772699
19761777
19752326