Veiðitölur

Skjálfandafljót, neðri hluti

Neðri hluti Skjálfandafljóts upp að Ullarfossi og Barnafossi er sameiginlegt veiðisvæði.  Þar hefur stangaveiði verið stunduð um árabil, með vaxandi árangri.  Ekki er vel bílfært meðfram veiðisvæðunum og nokkur gangur að sumum veiðistöðum.  Þá getur jökullitur á vatninu spillt veiðivon ef þannig viðrar.  En við venjulegar aðstæður er Skjálfandafljótið ágætlega gjöfult. Áður var einungis um netaveiði að ræða, og er hún enn lítillega stunduð frá nokkrum neðstu bæjum við fljótið.

 

Veitt er á 6 -7 laxastangir og 10 silungsveiðistangir. Kvóti 6 laxar á stöng á dag. Veiðimenn beðnir að sleppa öllum laxi 75cm og stærri.

 

Meðalafli á stöng árin frá 1975 til 2004 er 393 laxar, minnst 67 árið 1975, og mest 932 árið 2004. Veiðiþjónustan Iceland Outfitters hefur Skjálfandafljótið á leigu frá og með vorinu 2017. 

 
Veiðileyfi eru seld á sölusíðunni: veidileyfi.io
Sími: 466 2680

 

(Síðast breytt í febrúar 2017)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
21. jún.226
28. jún.436
5. júl.656
12. júl.1006
19. júl.1606
26. júl.1856
2. ágú.2406
9. ágú.3206
16. ágú.3636
23. ágú.3706
30. ágú.3726
6. sep.3726
13. sep.3786

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2017378
2016404
2015670
2013499
2012265
2011727
2010535
2009696
2008681516
2007747463
2006675287
2005556166
2004932307
2003346373
2002472412
2001208426
20003791051