Veiðitölur

Blanda

Blanda.

Blanda er allgóð laxveiðiá. Hún fellur frá norðanverðum Hofsjökli til sjávar við Blönduós, og er talin 125 km. löng, með 2317 ferkm. vatnasvið. Meðalveiði áranna 1974 til 2004 er 1023 laxar, minnst 375 árið 1989, en mest 1975 = 2363 laxar. Árið 1992 var opnuð virkjun sú, sem kennd er við Blöndu, og lokuðust við það gönguleiðir fisks í hliðarár hennar á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði.  Þar á móti kemur að mikill jökulleir sest til í miðlunarlónunum þannig að síðan er áin mun tærari en áður var, sem bætt hefur bæði veiðihætti og uppeldisskilyrði.

 

Blöndu er skipt í fjögur veiðisvæði. Svæði I er neðan Ennisflúða, II er frá Breiðavaðslæk að heimreið að Æsustöðum. III nær þaðan að útfalli Blönduvirkjunar og IV svæðið er þar fyrir framan. Leigutaki  er fyrirtæki Árna Baldurssonar, Lax Á ehf. Vatnsendabletti 181, Elliðavatnshverfi. Sími: 531-6100 Netfang = info@lax-a.net  Upplýsingar fást líka á www.lax-a.net

 

Nýtt og gott veiðihús er við ána, nálægt miðju veiðisvæði II.  Er þar vel séð fyrir þörfum veiðimannanna við ána.

(Endursk. 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
12. jún.544
19. jún.854
26. jún.11014
3. júl.13514
10. júl.17514
17. júl.26514
24. júl.32510014
31. júl.48013014
7. ágú.54115314
14. ágú.56115314
21. ágú.57215314

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018870
20171433
20162386
20154829
20141931
20132611
2012832
20112032
20102777
20092413
200898624
2008986
20071117
20061207
20051591
20041386
2003504
2002833
20011086
2000706
19991191
19981984
1997877
1996600
1995519
1994357
1993404
1992432
1991568
1990607
1989375
19871243
19861814
1985766
1984495
1983511
1982861
19811412
1980778
1979906
19782147
19771367
19761485
19752363
19741173