Veiðitölur

Vatnsdalsá í Húnaþingi

Vatnsdalsá.

Vatnsdalsá er ein besta laxveiðiá landsins. Hún er fræg fyrir sína stóru laxa og gott aðgengi að veiðistöðum. Eingöngu veitt á flugu á laxveiðisvæðum árinnar og laxinum sleppt aftur.

 

Ánni er skipt í 5 veiðisvæði. Svæði 1 og 3 eru aðalega silungsveiðisvæði, en með góðri laxavon. Veiðihúsið Steinkot er fyrir veiðimenn á þessum svæðum. Það er notalegt veiðihús sem stendur austan við Flóðið. Þar sjá veiðimenn sjálfir um matseld og þrif.

 

Svæði 2 og 4 eru laxveiðisvæði. Veiðimenn á þeim svæðum búa í Flóðvangi, sem stendur sunnan við Vatnsdalshólana. Á svæði 2 er Hnausastrengur, gjöfulasti veiðistaður árinnar, og einn besti laxveiðihylur landsins. Svæði 5 er framan við Stekkjarfoss. Það er skemmtilegt veiðisvæði í gljúfri árinnar. Við það svæði er lítið veiðihús. Á aðal laxveiðisvæði árinnar eru leyfðar 7 stangir. Veiðar hefjast 18. júní og er jafnan fullbókað fram á haust. Oftast koma sömu veiðimenn ár eftir ár, og mörgum finnst ekkert sumar koma, komist þeir ekki til veiða í Vatnsdalsá.

 

Mikil náttúrurfegurð er í Vatnsdal. Þar er mikil saga og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var þar veginn vegna deilu um veiðirétt. Fyrsti innfæddi húnvetningurinn fæddist á hól skammt frá veiðihúsinu Flóðvangi. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt Þórdísarlund eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla.

 

Leigutaki nú er G og P ehf

Björn K Rúnarsson gsm: 8200446

Pétur K Pétursson gsm: 8971498

E-mail: petur@vatnsdalsa.is

            bjorn@vatnsdalsa.is

 

Website: Vatnsdalsa.is

 

Um sölu veiðileyfa á silungasvæðunum sjá heimamenn. (Sjá silungsveiðiár á Norð-Vesturlandi)

 

(Síðast breytt í febrúar 2016)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.136
3. júl.216
10. júl.426
17. júl.646
24. júl.1216
31. júl.1656
7. ágú.2036
14. ágú.2276
21. ágú.2836

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018551
2017714
2016853
20151297
2014765
20131116
2012327
2011743
20101223
200915203650
20081233
2007785
2006932
20051252
2004964
2003547
2002850
2001584
2000323
1999629
19981149
1997769
1996703
1995601
1994516
1993853
1992998
1991683
1990604
1989660
19881243
19871496
19861582
1985856
1984699
1983879
1982721
1981985
19801033
19791413
19781466
19771203
1976571
1975832
1974706