Veiðitölur

Víðidalsá

Víðidalsá og Fitjaá.

Víðidalsá rennur af Húnvetnsku heiðunum niður Víðidalinn, og fellur í hið mikla stöðuvatn, Hópið, og gegnum það til sjávar um Bjargós, vestan Þingeyrasands. Heildarlengd frá ósi í sjó er talin 67 km. en 11 km. styttri frá ósi í Hópið. Um það bil 7 km. ofar fellur Dalsá í Víðidalsána frá austri. Þar er hinn þekkti veiðistaður Dalsárós. Við Víðidalstungu fellur svo Fitjaáin í Víðidalsána. Hún er veigamesta þveráin með yfir 280 ferkm. vatnasvið. Heildar vatnasvið Víðidalsár ofan Hóps er 1340 ferkm. Laxgeng er áin upp í Kolugil, sem er um það bil 25 km. frá ósnum í Hópið. Eftir nokkra laxastigagerð er Fitjaáin einnig laxgeng inn allan Fitjárdal, nokkuð inn fyrir byggð.

 

Alls eru um 100 merktir veiðistaðir samtals í báðum ánum. Meðalveiði í báðum ánum, árin 1974 til 2008 er 1136 laxar, minnst árið 1994, þá 580 laxar, en mest árið 1988, þá 2023. Þá er einnig mjög góð bleikjuveiði í Víðidalsánni, eða frá 2500 upp í 4000 á ári. Víðidalsáin er þekkt fyrir væna laxa og er meðalþyngd þar óvenju há, eða við 4 kíló árið 2000. Árlega veiðast þar laxar yfir 10 kíló að þyngd. Leyfð er veiði á 8 stengur alls. Ágætt veiðihús er við bæinn Lækjamót, fyrir báðar árnar. Besti veiðitíminn er talinn vera frá 10. júlí fram til 20.ágúst.

 

Frá og með haustinu 2013 tekur nýr leigutaki við Víðidalsánni.  Það félag heitir Laxabakki ehf. til heimilis á Laugavegi 11, 101 R.vík.  Sölustjóri er Jóhann Hafnfjörð Rafnsson.  Sími hans er 864-5663 en netfang johann@vididalsa.is

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.208
3. júl.368
10. júl.578
17. júl.1028
24. júl.1338
31. júl.1688
7. ágú.1988
14. ágú.2328
21. ágú.2768

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018588
2017781
20161137
20151626
2014692
2013909
2012325
2011747
20101254
20092019457
20081440240
2007714
2006663
20051732
20041745
2003588
2002887
2001581
2000644
19991089
19981081
1997691
1996783
1995981
1994580
19931342
19921473
1991667
1990604
1989924
19882023
19871563
19861541
1985713
1984625
19831082
19821132
19811392
19801423
19791948
19781851
19771792
19761238
19751140
19741051