Veiðitölur

Miðfjarðará

Miðfjarðará. Sjálf Miðfjarðaráin er aðeins 13 km. löng, og verður til við sameiningu þriggja áa, Vesturár, Núpsár og Austurár. Vatnasvið þeirra samanlagt er tæpir 800 ferkm. Til sjávar fellur hún í botni Miðfjarðar, nokkru innan við Hvammstanga. Af upptakaánum þrem er Austuráin vatnsmest. Hún fellur úr Arnarvatni stóra norðvestanverðu, skammt frá Svarthæð. Á um 20 km. leið hennar niður í Austurárdal bætast við fjölmargar kvíslar úr öðrum vötnum. Upptök Núpsár eru í Kvíslarvötnum á Núpsheiði. Kemur aðalvatnsmagnið úr syðra vatninu, sem er allstórt. Á leið árinnar niður í Núpsdal falla í hana fleiri kvíslar. Aðalupptök Vesturár eru langt frami á Tvídægru, en margir smálækir falla til hennar á leið til byggða.

 

Veiðisvæði Miðfjarðarár er 84 km. að lengd, með meira en 200 merktum veiðisöðum. Einnig er til að lax veiðist utan merktra staða. Óvíða hafa stangaveiðimenn jafn rúmt um sig við veiðar og þar. Leyfðar eru 10 stangir til laxveiða í ánum, og tvær silungastangir  neðst í Miðfjarðará. Veiðivegur er með öllum ánum, þannig að sjaldan er langt að ganga að veiðistöðum. Árið 1995 gaf bókaútgáfan Fróði út bók um Miðfjarðarána, þar sem lýst er veiðistöðum og umhverfi árinnar. Einnig er þar að finna ýmsan sögulegan fróðleik um ána og umhverfi hennar.

 

Um langt skeið sá veiðifélagið sjálft um alla markaðssetningu veiðileyfa, en síðustu árin hefur fyrirtæki Árna Baldurssonar, Lax Á, verið með ána á leigu.  Frá og með næsta sumri verður þar þó breyting á.   Rafn Valur Alfreðsson og fleiri hafa nú leigt ána og skal snúa sér til þeirra með allar bókanir frá og með vorinu 2009.  Hægt er að ná til leigutaka um netfangið rafn@fhdestination.com Sími er 00-354-824-6460.  Veffang er www.fhd.is .

(Endursk okt. '08.)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
19. jún.246
26. jún.636
3. júl.1186
10. júl.2026
17. júl.30710
24. júl.49310
31. júl.64710
7. ágú.76710
14. ágú.98410
21. ágú.109110

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20182719
20173765
20164338
20156028
20141694
20133667
20121610
20112364
20104043
20094004
20081736305
20071132102
20061208242
20051561192
20042228272
2003577247
2002749154
2001433325
2000612103
19991203
19981772
1997602
1996714
19951032
1994668
19931023
19921401
19911112
1990774
19891175
19882081
19871073
19861719
19851059
1984583
1983882
1982926
19811213
19801714
19792132
19782337
19761601
19751414
1974837