Veiðitölur

Hrútafjarðará og Síká

Hrútafjarðará og Síká.

Hrútafjarðará er eitt af nýjum veiðisvæðum í veiðiflóru Veiðiþjónustunnar Strengir. Meðalveiði í ánni á einungis þrjár stangir er allt að 300 löxum á sumri, ásamt góðri bleikjuveiði á neðstu veiðistöðum. Sérstakt fiskræktarátak er í gangi með sleppingu laxaseiða. Veiðisvæðið nær frá neðsta veiðistaðnum Dumbafljóti, sem er frábær bleikjuveiðistaður og upp að Réttarfossi, sem er rómað sem einstaklega skemmtilegt svæði í fögru umhverfi. Einnig er veitt í Síká sem fellur neðarlega í Hrútafjarðará. Ágæt stórlaxavon, en laxar allt að 10 kg veiðast flest sumur.

 

Veiðihús:

Gott veiðihús með útsýni yfir ánna er staðsett neðan mela milli Staðar og Bálkastaða. Þrjú tveggja manna herbergi með handlaug hvert, eitt baðherbergi með sturtu, eldhús og skemmtileg setustofa með glæsilegum arin. Grill á staðnum. Húsgjald er innifalið í verði. Í veiðihúsinu geta tveir dvalist fyrir hvert keypt veiðileyfi. Komudag mega veiðimenn koma kl. 14.00 daginn sem veiði hefst og brottfarardag skulu þeir vera farnir úr húsinu kl. 14.00. Veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og matvæli. Veiðileyfi: Yfirleitt þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis, en þó í einstaka hollum tveir dagar. Daglegur veiðitími 1. júlí - 14. ágúst kl. 7-13 og 16-22. en eftir 15. ágúst til 1. september 15-21 eftir hádegi. Eftir það er seinni vaktin kl.14-20 til 20 september. Leyfilegt agn: Fluga eingöngu leyfð.

 

Veiðileyfi:

Veiðiþjónustan STRENGIR, Smárarima 30, 112 Reykjavík. Sími og Fax: 567-52304; Veffang: http://www.strengir.is. Netfang; ellidason@strengir.is

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
27. jún.93
4. júl.223
11. júl.453
18. júl.803
25. júl.1203
1. ágú.2023
8. ágú.2223
15. ágú.2333
22. ágú.2453
29. ágú.2553
5. sep.2783
12. sep.3033
19. sep.3203
26. sep.3603
28. sep.3603

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018360
2017384
2016551
2015860
2014280
2013702
2012177
2011318
2010503
200964758
2008402215
2007435
2006345
2005514
2004631
2003164
2002168
2001126
2000141
1999218
1998243
1997201
1996205
1995288
1994176
1993411
1992459
1991359
1990200
1989252
1988532
1987259
1986536
1985345
1984195
1983287
1982220
1981288
1980253
1979312
1978346
1977268
1976228
1975291
1974194