Veiðitölur

Langadalsá

Langadalsá við Djúp á upptök sín á Þorskafjarðarheiði í 4 - 500 metra hæð yfir sjó. Áin er dragá, 24 km.að lengd og fellur um samnefndan dal til sjávar í Nauteyrarós innst við Ísafjarðardjúp. Vatnasvið alls 625 ferkm. Áin er fiskgeng um 20 km.veg og meðal sumarrennsli 1,6 rúmm. á sek. Hún rennur um vel gróið láglendi norður Langadalinn, sem er óvanalegt á þessum slóðum.

 

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 172 laxar á ári, minnst 31 lax ári 1984 en mest 444 fiska árið 2005. Auk laxveiðinnar er oft góð bleikjuveiði í ánni, meðaltal ca. 100 bleikjur á vertíð. Allgott veiðihús er við ána, en þar er leyfð veiði á 4 stengur í senn. Leigutaki er fyrirtæki Árna Baldurssonar, - Lax-Á ehf. Vatnsendabletti 181, Elliðavatnshverfi, Reykjavík, sími 557-6100. Netfang; Arnibald@lax-a.is  Vefslóð = http://www.lax-a.is

(Endursk. 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
Engar tölur hafa borist

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2013457
2012152
2011263
2010256
2009363
20083690
2007226
2006329
2005444
2004341
2003150
2002106
200194
200076