Veiðitölur

Miðá í Dölum.

Miðá er í Miðdölum í Dalasýslu, nokkuð sunnan Búðadals. Er áin að mestu á vinstri hönd þegar ekið er norður Miðdalina. Miðá er dágott vatnsfall er neðar dregur, en hún safnast úr mörgum lækjum og smáám, sem koma úr ótal hliðardölum og giljum. Miðá er með þekktari sjóbleikjuám landsins og fyrir nokkrum árum var þar prýðisgóð laxveiði.  Vonandi er það að færast í fyrra horf, að minnsta kosti hafa aldrei veiðst þarna fleiri laxar en sumarið 2013, alls 700.


Fyrrum var áin seld sem laxveiðiá með sjóbleikju í bónus. Um tíma má sega að það hafi verið öfugt.    Þá veiddust gjarna 40 til 60 laxar og 400 til 600 bleikjur. Nú er laxinn að koma sterkt inn aftur.  Veitt er með þremur stöngum í Miðá.  Laxveiðin  hefur þó aukist verulega upp á síðkastið.  Vondur húsakostur dró nokkuð úr vinsældum Miðár á árum áður, en síðan 1998 stendur þar nýtt og glæsilegt veiðihús með öllum helsta búnaði. Menn hugsa þó um sig sjálfir þar.

 

Veiðifélag Miðdæla sér sjálft um sölu veiðileyfi í Miðá og sér formaður félagsins Finnbogi á Sauðafelli um þá sölu.  Best er að snúa sér til hans um kaup veiðileyfa.

 

(Endurskoðað í ágúst 2017)

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
29. júl.493
5. ágú.583
12. ágú.703
26. ágú.803
9. sep.1003
16. sep.1003
23. sep.1003
30. sep.1012103

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2020101210
2018374
201721565
2016476
2015334254
201422577
2013700
2012358
2011215
2010477
2009342
2008387350
2007134328
2006218120
2005258184
200476432
2003159273
200260593
2001801011
200040503