Veiðitölur

Krossá á Skarðsströnd.

Krossá í Dalasýslu fellur til sjávar í Geirmundarvog á Skarðsströnd, skammt sunnan við Skarðsstöð en á upptök á Villingadal. Áin er hrein dragá 15 km. að lengd, en vatnasvið 47 ferkm. Sumarrennsli er áætlað 1,5 rúmm./sek. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 113 laxar á ári. Veiðin sveiflast frá 27 löxum árið 1985 upp í 346 laxa árið 2008. Leyft er að veiða á 2 stengur í senn.  Gott veiðihús er við ána og umhverfi mjög fallegt. Stendur það ofan vegar við bæinn Á. Svefnrými er fyrir 5 manns, auk mögulegs svefnrýmis í stofu. Einnig er þar eldunaraðstaða.

 

Leigutaki og söluaðili veiðileyfa frá vorinu 2012 er Veiðifélagið Hreggnasi.  Upplýsinga um veiðileyfi og verð er helst að  leita hjá Veiðifélaginu Hreggnasa. (Jón Þor Juliusson) Sími: +354-577-2230. eða: +354-898-2230.Netfang: jon@hreggnasi.is Vefsíður: www.Hreggnasi.is  

 

(Síðast breytt í mars 2010) 

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
6. ágú.602
28. ágú.81
20. sep.91392

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20189139
201711646
20159353
201411585
2013226
2013226
2012165
2011204
2010325
2009254
2008346
2007106
2006196
2005187
2004208
200395
2002134
200152
200033