Veiðitölur

Þverá í Fljótshlíð.

Þverá í Fljótshlíð.

 

Þverá er um það bil 26 km. löng frá ármótum við Eystri Rangá að upptökum sínum við Hámúlagarð í Fljótshlíð.

Fyrst í stað er hún vatnslítil en vex smátt og smátt eftir því sem fleiri og fleiri lækir og hliðarár falla til hennar, þar sem hún rennur vestur Þveráraura.

 

Leyft er að veiða á 4 stengur í Þveránni.  Nota má maðk og flugu.  Meðalveiði síðustu sjö ára eru 253 laxar og nokkru færri silungar.  Ennþá verður að treysta á gönguseiðasleppingar til að halda laxagöngum við, en nokkur von er til að Þveráin geti fóstrað sjálfbæran laxastofn í framtíðinni. 

 

Veiðisvæðið nær frá Gluggafossi og allt niður að ármótum.   Veiðitími er frá 1. júlí til 20. október.

 

Leigutaki Þverár, nú og næstu árin er Veiðifélag Eystri Rangár.  Hafa þeir aukið seiðasleppingar í ána með þeim árangri að metveiði hefur verið þar sumarið 2010.   Um alla upplýsingagjöf og sölu veiðileyfa sér Einar Lúðvíksson.  Sími hans er 894-1118 en netfang: einar@ranga.is .  Eins er árinnar getið á heimasíðu Eystri Rangár, http://ranga.is

 

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
3. júl.134

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
201849992
2017448
2016276
2015281
2014166
2013307
2012276
201111946
2010303114