Veiðitölur

Stóra-Laxá

Stóra Laxá.

 

Stóra-Laxá fellur úr Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, og fellur í Hvítá hjá Iðu, ásamt Litlu-Laxá. Hún er dragá, 90 km. löng all vatnsmikil með 512 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er hún langt inn í Laxárgljúfur. Landslag með ánni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt.

 

Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum.  Þrjú  veiðihús eru við ána.  Hið efsta er við Laxárdal fyrir svæði IV. Þar eru 4 stengur notaðar.  Veiðihús fyrir svæði III er í landi Hlíðar. Þar eru notaðar 2 stengur.  Neðsta veiðihúsið er fyrir svæði I og II.  Það er í landi Skarðs.  Á þessum tveim neðstu svæðum eru notaðar samtals 4 stengur . 

 

Meðalveiði áranna 1974 til 2008 er 313 laxar, minnst 76 árið 1980, en mest 2006, þá 709 laxar.  Leigutaki og söluaðili veiðileyfa er LAX-Á ehf, sími 531-6100. Netfang lax-a@lax-a.is  Heimasíða www.lax-a.net

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
3. júl.1910
10. júl.2910
17. júl.42410
24. júl.54410
31. júl.65410
7. ágú.70410
14. ágú.72410
21. ágú.755510

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018643
201759049
201662069
2015654
2014882
2013177629
201267344
2011766
2010760
2009637
2008425
2007238
2006709
2005432
2004299
2003423
2002229
2001282
2000183