Veiðitölur

Eystri-Rangá

Eystri Rangá sameinast  Þverá  um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár.  Hún er allmikið vatnsfall, (30 rúmm./sek.) um það bil 60 km. löng, lindá með sterk dragáreinkenni og stundum jökullituð.  Um 18 km. ofan ármóta fellur Fiská til hennar að austan og Stokkalækur að vestan, nokkru neðar.  Eystri Rangá er fiskgeng um það bil 22 km. upp að Tungufossi hjá Árgilsstöðum.

 

Ekki er um sjálfbæran laxastofn að ræða í Eystri Rangá.  Með sleppingum sjógönguseiða hefur þó tekist að ná upp góðum laxagöngum og er áin nú vinsæl veiðiá.  Sumarið 2008 veiddust þar 7013 laxar.  Ánni er skipt í 9 veiðisvæði og má veiða með 2 stöngum á hverju þeirra.

 

Ágætis veiðihúsum hefur verið komið upp við ána skammt frá Hvolsvelli.  Fyrirtæki Árna Baldurssonar, Lax-á, Akurhvarfi 16, 203 Kópavogur, selur veiðileyfi fyrir 12 stengur í tvo mánuði.  Sími: 531-6100, Fax 557-6108.

Netfang; info@lax-a.net

Vefsíða: www.lax-a.net

 

Heimamenn selja sjálfir veiðileyfin vor og haust, sem og 4 stengur allan veiðitímann. Um söluna sér Einar Lúðvíksson, Norðurgarði 1, 860 Hvolsvelli.  Sími hans er 487-8602, en farsími 894-1118. Heimasíða ranga.is.

 

(Uppært í ágúst 2017)

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
19. jún.3012
26. jún.9312
3. júl.23518
10. júl.40518
17. júl.68618
24. júl.118318
31. júl.134918
7. ágú.182318
14. ágú.231618
21. ágú.255618

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20183960231
20172143
20163254
20152749
20142529
20134797
20123004
20114387
20106280
20094229
20087013
20077473
20062475