Veiðitölur

Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.

Ytri Rangá.

 

Ytri Rangá og Þverá falla saman hjá bænum Ármótum. Nokkru neðar sameinast svo Þverá og Ytri Rangá hjá Ártúnum, ca. 10 km. frá sjó.  Þaðan mælt er Ytri Rangá talin 58 km.  Hún á upptök í Rangárbotnum, í um það bil 200 m. hæð yfir sjó og er ein stærsta lindá landsins.  (Rennsli frá 40 - 60 rúmm./sek.)

 

Í Ytri Ranga eru skilyrði fyrir sjálfbæran laxastofn, en mjög fáliðaðan og bundinn við svæðið hjá Rangárflúðum.  Talið var gott ef þar fengust 50 laxar yfir sumarið.  Nú hefur þetta gjörbreytst eftir að farið var að sleppa miklu af gönguseiðum í árnar upp úr 1990.  Best var veiðin 2008, en þá fengust 14.315 laxar í Ytri Rangá.  Það er langmesti afli, sem vitað er til að veiðst hafi á stöng í einni á hérlendis til þessa.

 

Laxveiðisvæðið í Ytri Rangá nær frá ármótunum við  Hólsá upp að Árbæjarfossi, og jafnvel allt upp að Ármótahyl, 8 km. þar fyrir ofan, þegar líður á sumarið.  Alls er þar veitt á mest 20 stengur.  Ofan við laxasvæðið er silungasvæði þar sem staðbundinn urriði er megin uppistaðan í veiðinni.  Við vestri bakka Hólsár (Djúpár)  hafa verið settar sleppitjarnir nokkur undanfarin ár.  Við það hefur laxveiðin aukist að miklum mun.  Lax-á hefur svæðið á leigu og er það nýtt með Ytri Rangár veiðunum og sá afli færður með í veiðitölum þar.  Þar eru notaðar fjórar stengur.  Því hefur L.V. breytt nafninu hér á vefnum, þannig að þetta sé ljóst.

 

Nýr söluaðili mun sjá um þessar ár frá og með haustinu 2013.  Það félag heitir Bergís ehf. Bakkabraut 2, Mýrdalshreppi, Vík.  Sölustjóri er Jóhannes Hinriksson.  Sími hans er: 696-7030 og netfang  johannes@westranga.is

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.5712
3. júl.9312
10. júl.16418
17. júl.29118
24. júl.46718
31. júl.62821518
7. ágú.77721518
14. ágú.99421518
21. ágú.110621518

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20184032
20177451
20169323
20158803
20143063
20135461
20124353
20114961
20106210
200910749
200814315
20076228
20064230