Veiðitölur

Skuggi (Í Hvítá)

Skuggi er stangaveiðistaður í Hvítá í Borgarfirði strax neðan við ósinn þar sem Grímsá rennur í hana. Var ágætur veiðistaður en hefur heldur tapað sér vegna sandburðar síðustu ár. Veiðiréttur fylgir jörðinni Hvítárvöllum og er leigður nokkrum einstaklingum til næstu ára. Með fylgir silungasvæði neðst í Grímsá. Eftir að netaveiði var hætt í Hvítá hefur eigandi Hvítárvalla einnig leigt stangaveiði neðan við Skuggann allt niður að gömlu Hvítárbrúnni. Helstu veiðistaðir þar eru Þvottaklöpp og Norðurkot. Yfirleitt fást þar nokkrir tugir laxa á sumri hverju, en oft er góð silungsveiði á svæðinu. Leigutaki er veiðifélagið Hreggnasi.  Sjá nánar hér. (Síðast yfirfarið 2020)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
17. jún.8784
24. jún.14784
1. júl.25784
8. júl.31784
15. júl.36784
22. júl.44784
29. júl.511694
5. ágú.561844
12. ágú.572044
19. ágú.592244
26. ágú.592414
2. sep.592554

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
Engar tölur skráðar