Veiðitölur

Norðlingafljót

Norðlingafljót á frumupptök í Efri Fljótadrögum, uppi undir Langjökli. Það er að hluta til dragá en einnig með veruleg lindáreinkenni. Frá upptökum rennur það til vesturs, norðan Sauðafjalla, Þorvaldsháls og Hallmundarhrauns uns það nær byggð, efst í Hvítársíðu. Á þessari leið falla til þess ýmsir lækir og kvíslar úr vötnum og uppsprettum. Einnig smáar jökulkvíslar úr Langjökli. Fljótið fellur í Hvítá skammt neðan við Húsafell og er þá orðið allvatnsmikið. Heildarlengd þess er 66 km. og vatnasvið talið 920 ferkm.

Nokkur staðbundinn silungur er í Norðlingafljóti, en ekki er það fiskgengt frá sjó. Tálma þar fyrst för Barnafossar í Hvítá en síðan fossar í Fljótinu sjálfu, bæði nálægt ármótum og við Þorvaldsháls. Um mörg undanfarin ár hefur hafbeitarlaxi verið sleppt í Fljótið til endurveiða, með leyfi Veiðifélags Hvítár og Norðlingafljóts. . Nokkuð hefur verið rætt um hugsanlega fiskvegagerð til þess að gera Norðlingafljót að sjálfbærri laxá.

 

Vorið 2004 var sleppt sjógönguseiðum í Hafnará í Borgarfirði, og ætlun leigutaka Norðlingafljóts að sleppa endurkomnum laxi í Fljótið til endurveiða.  Áframhald hefur verið á þessum sleppingum síðan, með dágóðum árangri.  Vonandi verður unnt að nýta þetta fallega veiðisvæði á þennan hátt í framtíðinni.

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
8. ágú.506
15. ágú.886
22. ágú.1686
29. ágú.2036
5. sep.2246
19. sep.2396
25. sep.2396

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018239
2017997
2016634
2015640
2013541
2012304
2011680
2010590