Veiðitölur

Norðurá

Norðurá í Borgarfirði. DROTTNING ÍSLENSKRA LAXVEIÐIÁA

Norðurá er ein besta laxveiðiá Íslands. Þegar opinberar tölur um veiði í 100 Íslenskum ám eru birtar á hverju ári, er Norðurá reglulega meðal þeirra 10 efstu. Meðalveiði í Norðuránni er nálægt 1570 löxum og veiðst hafa mest 3307 laxar í henni sumarið 2008.

 

Á aðalsvæði árinnar eru samtals 12 stangir sem skipt er í þrjú svæði og eru fjórar stangir á hverju þeirra. Veitt er hálfann dag í senn á hverju svæði og síðan skipt um svæði, þannig að einn og hálfan dag tekur að fara yfir alla ána. Þar sem áin er yfirleitt seld í þriggja daga hollum (undantekning frá 20. ágúst - 1. september þá er hún seld í tveggja daga hollum.) fer hver veiðimaður tvisvar yfir hvert svæðanna. Með þessum hætti er hverjum veiðimanni tryggt jafnt aðgengi að öllum svæðum og hverjum veiðistað, til að tryggja hámarksánægju á meðan á dvöl hans við Norðurá stendur. Tveir veiðimenn geta deilt hverri stöng.

 

Besti tími til veiða í Norðurá er frá júnílokum fram í fyrstu viku ágústmánaðar. Allan þann tíma er einungis heimilt að veiða á flugu í ánni.

Laxagöngur. Heildarlengd veiðanlegs svæðis í Norðurá er um 65 kílómetrar og þrír fallegir fossar eru í ánni. Neðstur fossana er Laxfoss, hann er um 20 kílómetra frá mynni árinnar. Fyrstu laxagöngur í Norðurána, seint í maí og í júníbyrjun, stoppa gjarnan neðan við Laxfoss. Þó að laxastigi sé í fossinum þá er oftast of mikið vatn í ánni til að laxinn gangi uppfyrir fossinn. Af þessari ástæðu fer mest af júníveiðinni fram á 3-4 km löngum kafla fyrir neðan Laxfoss. Seint í júní og í júlíbyrjun fara stórar göngur af laxi upp stigann og aðrir stökkva fossinn. Í júlí og út ágúst er því mikið af laxi á um þriggja kílómetra löngu svæði milli Laxfoss og Glanna, sem er næsti foss í ánni. Þetta svæði er gjarnan nefnt "milli fossa svæði". Á sama tíma er enn meiri fjöldi laxa að safnast saman á svæðinu fyrir neðan Laxfoss. Glanni var áður fyrr mikil hindrun fyrir laxinn, en nú er laxastigi í fossinum. Í júlí og út ágúst safnast mikið magn af laxi á svæðið milli Glanna og Króksfoss, þriðja fossins í ánni sem er um 18 kílómetrum ofar. Þetta svæði er gjarnan nefnt "dalurinn". Frá og með þeim tíma hefur laxinn dreift sér frekar jafnt um svæðið frá um 3km. neðan við Laxfoss og upp að Króksfossi. Króksfoss er hindrun fyrir laxinn á leið sinni upp ána, en seinnipart ágúst er laxinn farinn að stökkva fossinn og komin á flest svæðin fyrir ofan hann.

 

Samkvæmt lögum er laxveiðitímabilið á Íslandi aðeins um 100 daga langt hvert ár. Í Norðurá hefst tímabilið snemma í júní og nær til jafnlengdar í september. Af ofansögðu má sjá að hver mánuður hefur eigin karakter hvað veiði varðar.

 

Dalurinn.

Af sömu ástæðum og áður greinir, er hvert svæði árinnar frábrugðið öðrum. Frá Króksfossi og um þrjá kílómetra niðureftir ánni, fyrir ofan Glanna, rennur áin mildlega um flatlendi með hægum hyljum, þó fjöll og hæðir séu skammt undan. Hér nær áin fullri stærð þar sem vatn rennur í hana frá lækjum og smærri ám. Veiðin er mest á þessu svæði frá júlíbyrjun. Milli fossa frá Glanna og niður að Laxfossi ber umhverfið einkenni alskyns hraunmyndana og er þetta einstaklega fallegur hluti árinnar. Hér eru margir fallegir hylir og veiðistaðir. Þessi hluti árinnar er eitt besta veiðisvæðið í júlí og ágúst. Glanni er fallegur foss þar sem laxinn sést oft stökkva.

Laxfosssvæðið.

Svæðið neðan Laxfoss er eitt frægasta veiðisvæði Norðurár, vegna vinarlegs umhverfis þar sem Laxfoss er oftast í bakgrunni og vegna staðsetningar veiðihússins á hlíðinni neðan við fossinn og yfir þessu svæði árinnar. Útsýnið frá veiðihúsinu norður yfir, í áttina að Laxfossi og fjöllunum við sjóndeildarhring er stórfenglegt. Veiðin á þessu svæði árinnar er best í júní og júlí, en laxinn er á þessu svæði út allt veiðitímabilið.

 

Gilið.

Það sama á við um næsta svæði árinnar, um tveggja kílómetra langt, frá veiðihúsinu og niðurávið. Hér rennur Norðurá um gil. Veiðimenn verða að ganga varlega þar sem sleipir steinar og flatir eru víða. Hér er hægt að finna frábær fluguveiðisvæði og suma stærstu hylina þar sem "þeir stóru" nást gjarnan. Umhverfið í gilinu er hreint stórkostlegt. Neðan við gilið eru tvö stutt veiðisvæði sem eru veidd sérstaklega á eina til þrjár stangir.

Yfir ána

Á efri svæðum Norðurár er botn árinnar mestmegnis grágrýti?, en frá því aðeins fyrir ofan Glanna og niðurávið tekur við stórgrýti og hraun. Þó hægt sé að veiða flesta veiðistaði árinnar frá bökkunum er sumstaðar nauðsynlegt að vaða til að ná til laxins, sérstaklega fyrir neðan Laxfoss þar sem áin er hvað breiðust. Klofstígvél eða vöðlur eru þessvegna nauðsynlegur búnaður í veiðiferðina. Til að komast yfir ána eru bátar staðsettir á þremur stöðum, þ.e. fyrir ofan og neðan Glanna og fyrir ofan Laxfoss. Einnig er kláfur staðsettur miðsvæðis í gilinu, á "Stokkhyl", til að hjálpa mönnum yfir. Í meðal eða lágu vatni getur veiðimaðurinn vaðið yfir ána á fjölmörgum stöðum.

 

Náttúran.

Norðurá er meðal- til fremur stór Á á Íslenskann mælikvarða. Breidd árinnar er frá 20 til 60 metra þar sem hún er breiðust. Áin er algerlega ómenguð. Það eru engin bæjarfélög nálægt ánni sem menga hana, aðeins sveitabæir og sumarbústaðir. Veiðimaðurinn nýtur algers friðar við veiðarnar nema hvað einstaka ferðamaður kíkir á ána. Veiðihúsið er einangrað frá umferð og liggur einkavegur, sem engir nema veiðimenn í Norðurá aka, að því. Aka má að flestum veiðistaðanna ofantil í ánni. Vegur liggur að svæðinu neðan við Glanna og annar að Laxfossi, en neðan Laxfoss er nýr vegur sem liggur að Hvararhyl, í miðju gilinu og þaðan er örstutt að sumum bestu veiðistöðunum í gilinu. Einnig er hægt að aka að neðri veiðistöðunum í gilinu.

 

Það sem hefur mest áhrif á veiðar í Norðurá er mikið og litað vatn, sem gerist ef miklar rigningar standa í nokkra daga, og lítið vatn á þurrkasumrum. Utan þessara aðstæðna þá verður Norðuráin vatnsmeiri eftir rigningar en er fljót að jafna sig. Þessar sveiflur sem geta tekið frá klukkutímum til einhverra daga virðast hafa jákvæð áhrif á laxinn sem fær hann til að taka betur. Ástæða þessara breytinga eru margir litlir lækir sem renna í ána, ofantil í Norðurá, sem stækka fljótt og verða leirkenndir í rigningu en jafnóðum silfurtærir um leið og hættir að rigna.

 

Agn.

Leyfilegt agn í Norðurá er fluga, þó eru maðkur og spónn leyfður frá hádegi 3/6 - hádegis 27/6. Bestu flugurnar hafa reynst Francis, Blue Charm, Sweep, Crosfield, Ally´s shrimp, Hairy Mary, Collie Dog, Þingeyingur og Black Sheep. Eins hafa ýmsar sérhnýttar flugur veiðimanna reynst vel. Stærðir á bilinu frá 12 til 1/0 eftir vatni og veðri, en meðalstærð um það bil 8. Túbur hafa einnig reynst vel, einkum hafa smáar túbuflugur (Míkrótúpur) með krókstærð niður í 14 - 16 gefið vel.

Laxinn

Meðalstærð laxins er nálægt 4,5 pundum. Einstaka sinnum veiðast 20 pundarar. Stærsti lax sem veiðst hefur í Norðurá er 36 pund en fiskur af þeirri stærð finnst varla í ánni nú. Með hjálp teljara sem staðsettir eru í Laxfossi og Glanna og með því að bæta við þeim löxum sem stökkva fossinn eða þá fara aldrei uppfyrir Laxfoss má ætla að mörg þúsund laxa komi í Norðurá á hverju sumri.

 

Söluaðili veiðileyfa: STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR - HÁALEITISBRAUT 68 - 103 REYKJAVÍK. S.568 6050 - FAX.553 2060 NETFANG:  svfr@svfr.is  - HEIMASÍÐA: www.svfr.is  

(Síðast breytt sept. 2009)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
12. jún.78
19. jún.118
26. jún.2915
3. júl.5515
10. júl.8315
17. júl.10715
24. júl.18415
31. júl.22515
7. ágú.24115
14. ágú.2649815
21. ágú.33510615

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20181692
20171719
20161342
20152886
2014924
20133351
2012953
20112134
20102279
20092408
2008330757
20071456138
2006224760
20053138213
20041382210
20031444181
20022217124
2001133791
20001650161
19991676
19982001
19971899
19961964
19951697
19941625
19932117
19921965
19911267
19901070
1989867
19881359
19871034
19861523
19851121
1984856
19831643
19821455
19811185
19801583
19791995
19782089
19761675
19752132
19741428