Veiðitölur

Flókadalsá, Borgarf.

Flóka, eða Flókadalsá, hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km. leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Vatnasvið hennar er talið 160 ferkm. Eftir allnokkra fiskvegagerð er hún orðin laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 363 laxar, minnst var veiðin 181 lax árið 1981, en mest 937 árið 2013. Vegna lindaráhrifa helst vatnsrennsli árinnar nokkuð stöðugt og eins eru sveiflur í veiði minni í Flóku en flestum öðrum ám. Því eru veiðileyfin eftirsótt og fá oftast færri en vilja.

 

Hér er hægt að sækja veiðikort í pdf-skjali 

 

Sumarið 2002 var tekið í notkun nýtt veiðihús við ána. Stendur það í Varmalækjarlandi nokkuð ofan við þjóðveg nr. 50. Ekið er inn Flókadalsveg nr. 515 og um það bil 500 metra akstur er beygt til vinstri í átt að veiðihúsinu. Þar er hin besta aðstaða fyrir veiðimenn, gistirými er í fjórum þriggja manna herbergjum,   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leyfð er veiði á þrjár stengur. Veiðifélagið sér sjálft um sölu þeirra. Tala ber við Sigurð Jakobsson, Varmalæk. Símar hans eru 435-1442 eða 862-2822.  Fyrirhyggju er þörf ef panta á veiðileyfi, því eftirspurn er mikil.

 

(Síðast breytt í júní 2018)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning á korti

 

 

 

 

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. jún.173
3. júl.333
10. júl.583
17. júl.783
24. júl.1003
31. júl.1163
7. ágú.1253
14. ágú.1343
21. ágú.1413

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2018477
2017423
2016369
2015818
2014343
2013937
2012300
2011475
2010724
20097446
20087687
2007418
20064385
20054106
200452313
20033342
20024734
20013628
20003803
1999347
1998360
1997319
1996233
1995288
1994341
1993387
1992322
1991350
1990241
1989182
1988293
1987282
1986384
1985351
1984303
1983281
1982234
1981181
1980266
1979377
1978547
1977363
1976432
1975613
1974411