Veiðitölur

Grímsá og Tunguá

Grímsá og Tunguá í Borgarfirði eru vel þekktar sem einar af bestu laxveiðiám landsins. Grímsá rennur úr Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal. Í það falla smáár og lækir, að nokkru leiti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá sem er mikið vatnsminni, á upptök sín í vestanverðu Kvigyndisfelli og er hrein dragá.

 

 

 

 

 

Samanlagt vatnasvið ánna er 313 ferkílómetrar. Heildarlengd Grímsár er 42 km. en laxgeng er hún 32 km. 

Heildarlengd Tunguár er 20 km. þar af laxgengi hlutinn 11 km.  Meðalveiði í báðum ánum árin 1974 til 2008 er 1357 laxar.  Mest árið 2008, þá 2223, en minnst árið 1982, þá 717 laxar.

 

 

 

Laxveiði hefur lengi verið stunduð í Grímsá, og í Egils sögu er sagt frá mannskæðum bardaga á Laxafit, sem Björn Blöndal telur hafa verið austurbakka Langadráttar. Í elstu máldögum Reykholtskirkju, (1236) er frá því greint að hún eigi 5 hluta veiði í Grímsá, og gangi 3 frá. Einnig að kirkjan eigi hlaupagarða í Grímsá og ástemmu í Reyðarvatnsósi. Langt er nú síðan ástemman og hlaupagarðarnir hafa verið nýttir en enn í dag á Reykholtskirkja 5/8 hluta allrar veiði í Laxfossi.

 

Fyrst er vitað um stangaveiði í Grímsá árið 1862, og voru þar enskir menn á ferð. Eftir það nýttu englendingar neðri hluta árinnar að mestu leiti allt fram á fyrri heimstyrjöld og að nokkru leiti á millistríðsárunum einnig. Frá seinna stríði og fram yfir 1970 nýttu landeigendur sjálfir veiðina eða leigðu hana ýmsum innlendum aðilum. 1971 er síðan stofnað veiðifélag um báðar árnar og vatnasvæðið síðan leigt Stangaveiðifélagi Reykjavíkur frá og með árinu 1972. Samkvæmt þeim samningi tók leigutaki að sér að byggja veiðihús við Grímsá og var það tekið í notkun vorið 1973. Eftir að samningur veiðifélagsins við S.V.F.R. rann út sá félagið sjálft um alla sölu veiðileyfa fram til loka veiðitímans 2004, en hefur frá þeim tíma leigt árnar til Hreggnasa ehf, fram til hausts 2014.

Sjá nánar á heimasíðu félagsins,  www.angling.is/grimsa

 

Núverandi leigutaki er:

Veiðifélagið  Hreggnasi

Sími 577 2230

Jón Þór Júlíusson

Farsími  898 2230
E-mail: jon@hreggnasi.is

www.hreggnasi.is

Facebook:  Hreggnasi Angling Club

(Síðast breytt í janúar 2011)

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
19. jún.104
26. jún.316
3. júl.666
10. júl.948
17. júl.1498
24. júl.2108
31. júl.2618
7. ágú.3148
14. ágú.3328
21. ágú.3688

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20181128
20171290
2016608
20151399
2014516
20131645
2012481
20111344
20111370
20101961
2009133953
20082225144
20071078180
20061118172
20051486120
20041085343
20031156176
20021116317
20011005298
20001048251
19991872
19981705
19971613
19961484
19951123
19941485
19931228
19921864
19911294
1990756
19891200
19881963
1987825
19861863
19851463
19841061
19831382
1982717
1981845
1980869
19791527
19781952
19771103
19761429
19752116
19741419