Veiðitölur

Urriðafoss í Þjórsá

Þjórsá er lengsta og ein öflugasta á landsins. Vatnasviðið er 7530 ferkm. en lengd 230 km. Laxgeng er hún 48 km.frá sjó að Þjófafossi. Þjórsá geymir einn stærsta villta laxastofn landsins og hefur laxveiði verið stunduð þar lengur en elstu menn muna. Laxveiði hefur að mestu verið stunduð með netum og menn lítið reynt með stöng en þess má geta að stangaveiði er í Kálfánni og nýverið hófst tilraunaverkefni með stangveiði í Urriðafoss í Þjórsá.

 

Stangveiði á svæðinu við Urriðafoss í Þjórsá er samstarfsverkefni landeigenda og Iceland Outfitters og hófst sem tilraunaverkefni árið 2016. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að fjölga stangveiðidögum, fækka netaveiðidögum og vonandi að lokum að breyta þessu fallega svæði þannig að þar yrði alfarið stangveiði.

 

Meðalveiði í Þjórsá er á milli 4000-5000 laxar á ári og allt að helmingur þeirra hefur verið að veiðast við Urriðafoss.

 

Urriðafoss. Mynd© Icelandic Outfitters

 

Stangarfjöldi

Veitt er á 2 stangir í Urriðafossi í júní, júlí og ágúst.

 

Icelandic Outfitters er í samstarfi við landeigendur við Urriðafoss og hér er hægt að fá nánari upplýsingar.

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
6. jún.784
12. jún.1844
19. jún.2564
26. jún.3194
3. júl.4274
10. júl.5024
17. júl.5604
24. júl.6364
31. júl.6804
7. ágú.7054
14. ágú.7154
21. ágú.7294

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
20181320
2017755