Veiðitölur

Affall í Landeyjum.

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja.  Áður var það mjög jökullitað, vegna tengsla við Markarfljót.  Eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum breyttist það og nú er Affallið tær en ekki stór bergvatnsá.  Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána.  Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli.  Nú er reynt að rækta þar upp lax með seiðasleppingum, og virðist það skila ágætum árangri og þannig er sjö ára meðalveiði Affallisins 627 laxar. Leyfilegt agn er fluga og maðkur.

 

Leigutaki Affallsins nú og næstu árin er Veiðifélag Eystri Rangár.  Hafa þeir aukið seiðasleppingar í ána með þeim árangri að metveiði hefur verið þar sumarið 2010.  Veitt er á fjórar stengur.  Til stendur að bæta verulega gistiaðstöðu veiðimanna fyrir sumarið 2011.

 

Um alla upplýsingagjöf og sölu veiðileyfa sér Einar Lúðvíksson.  Sími hans er 894-1118 en netfang: einar@ranga.is .  Eins er árinnar getið á heimasíðu Eystri Rangár, www.ranga.is .

Veiðitölur sumarið

Dags. Lax Silungur Stangir
26. júl.234
2. ágú.294
9. ágú.554
16. ágú.794
23. ágú.1164
30. ágú.1384
6. sep.1534
13. sep.1614
20. sep.1804
27. sep.1834
4. okt.1894
11. okt.1924
18. okt.1934

Lokatölur síðustu ára

Ár Lax Silungur
2017193
2016692
2015558
2014386
2013795
2012471
201147665
2010102157