4. október 2015

Einskonar lokaorð.

Þá eru komnar inn lokatölur úr þeim 22 sjálfbæru ám, sem eru inni í gagnagrunni LV.  Að vísu er enn eftir að veiða einhverja klaklaxa á stöng úr örfáaum þeirra, en þar er aðeins um fáeina fiska að ræða svo heildartölurnar munu lítið breytast frá því sem nú er.  Reynslan sýnir þó að lokatölur hvers árs frá Veiðimálastofnun eru yfirleitt aðeins lægri en samtölur okkar fyrir sömu veiðiár.  Þar sem stofnunin fer mjög vandlega yfir veiðibækurnar á hlutlausan hátt, þá hygg ég að betur megi treysta þeirra tölum en okkar.   Munurinn er þó aldrei umtalsverður.  Þannig standa málin nú að heidarveiði allra ánna í gagnagrunninum eru 48.813 laxar þann 30/9.  Veiðin í liðinni viku var aðeins 934 fiskar.  Þó svo að enn verði veitt í Rangánum báðum nokkuð langt fram eftir október þá sýnist mér mjög ólíklegt að það skili aflatölum þessa sumars yfir 50.000 laxa markið.  Þar með  vantar á sjötta þúsund fiska til að ná veiði metársins 2008.

28. september 2015

Óvenjulegar sveiflur í laxveiðiám

Meira en 6.000 laxar voru dregnir á land í Miðfjarðará í sumar og var þar með sett nýtt Íslandsmet í laxveiði í sjálfbærri á. Allt bendir til þess að árið í ár verði með bestu laxveiðiárum síðasta áratuginn. Sérfræðingur hjá Veiðmálastofnun segir miklar sveiflur í laxveiði á milli ára óvenjulega.
Villtur lax ©Sumarliði Óskarsson
 

25. september 2015

Ágætu lesendur.

Eins og oft vill verða þegar veiði er að ljúka og veiðihús etv. lokuð, þá er stundum tafsamt að ná aflatölum úr einstaka ám.  Því er þessi pistill með seinna móti á ferðinni.  Veiði er þegar lokið í 10 af gagnagrunnsánum okkar og þess sér stað í minkandi vikuveiði.  Í liðinni viku skiluðu  þær 1.955 löxum á land.  Það er í fyrsta sinn síðan snemma í júlí sem vikuafli fer niður fyrir 2000 fiska.  En þessir tæplega 2000 laxar skila heildarveiðinni úr gagnagrunnsánum upp í 47.879 laxa.  Það er um það bil þriðjungi meiri afli en meðaltal síðustu 10 ára gefur um þetta leiti.  Og ótrúleg sveifla frá sama tíma í fyrra, þegar heildaraflinn var rétt innan við 20.000 laxar.  En efir næsta miðvikudag skýrast málin betur, því þá verður veiði lokið í öllum okkar ám nema Rangánum, sem munu verða opnar eitthvað lengur.

 Síðan 2012 hafa skiptst á mjög góð og mjög slöpp veiðiár.  Vonandi er sú regla ekki komin til að vera því þar má segja „að betra sé minna og jafnara“. 

Með kærum kveðjum.  Þorsteinn.

 

17. september 2015

10. september 2015

6. september 2015