Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

6. janúar 2017

Mun norskt genaregn eyðileggja íslenska laxinn?

Í fyrra voru framleidd um 8.000 tonn af eldislaxi hérlendis. Hugmyndir eru um margfalda framleiðsluaukningu, í 60.000 til 90.000 tonn á ári. Til samanburðar er um helmingur eldislax á heimsvísu (um 1,3 milljónir tonna) framleiddur á hverju ári í Noregi. Eðlilegt er að horfa til reynslu Norðmanna og kanna hvort og hvernig byggja má upp laxeldi hérlendis, því fjárhagslegur ávinningur virðist umtalsverður. Ég tel mikilvægt að skoða einnig umhverfisáhrif eldis. Norðmenn komust fljótt að því að laxeldi hefur neikvæð umhverfisáhrif, og ber þar helst að nefna mengun umhverfis, laxalús og erfðamengun. Hið síðastnefnda er til umræðu hér. Villtum laxastofnum hefur hnignað á síðustu öld, vegna áhrifa ofangreindra þátta og annarra. Töluvert hefur áunnist í að draga úr áhrifum sumra þessara þátta, en erfðamengun er mun erfiðari viðfangs.

 

5. janúar 2017

Vandamál í sjávareldi á laxi fara stöðugt vaxandi

Stöðugt berast fréttir af vaxandi vandamálum, sem steðja að laxeldi í sjó. Þar bera hæst erfiðleikar við að útrýma lúsafári. Ýmsir vírussjúkdómar hafa valdi miklum vandræðum og nú hafa læknar, vísindamenn og neytendasamtök í Evrópu birt viðvaranir þess efnis, að ófrískar konur og börn þurfi mjög að takmarka neyslu á eldislaxi vegna eiturefna í fituvefjum fisksins.

 

4. janúar 2017

Allt að 5.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði á vegum Laxa fiskeldis

Á vef Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin hefur tekið ákvörðun um matsáætlun allt að 5.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði. Stofnunin féllst á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun með athugasemdum sem má sjá hér fyrir neðan en jafnframt er hægt að nálgast umsögn Skipulagsstofnunar í heild sinni. 

Eldislax © Sumarliði Óskarsson

 

23. desember 2016