18. ágúst 2014

Vilja óháða rannsókn á fiskeldi

Verndarsjóður villtra laxastofna telur að laxeldiskvíarnar í Patreksfirði og Arnarfirði séu tifandi tímasprengjur.

 

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hefur sent Sigurði Inga Jóhannessyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, bréf þar sem sjóðurinn óskar eftir því að tafarlaust verði gerð óháð rannsókn á því fiskeldi sem nú fer fram á Vestfjörðum.

 

„Í sumar bárust fréttir fyrst frá íbúum á staðnum um að eldisfiskur væri byrjaður að veiðast í sjó, árósum og ám vestra - og að hann væri að búa sig undir að hrygna," segir í bréfinu, sem einnig var sent umhverfis- og sjávarútvegsnefnd Alþingis. „Síðan hafa Fiskistofa og Veiðimálastofnun staðfest með afgerandi hætti að þarna er á ferðinni lax sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Upplýsingar og skýringar frá fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum á því hvernig þetta gerðist eru vægast sagt ótrúverðugar."

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

18. ágúst 2014

Reyna að ná eldislaxi sem slapp úr kvíum

Fiskistofa hefur heimilað netaveiðar á lax undir eftirliti í Patreksfirði og látið laxveiði á stöng í sjó afskiptalausa. Þetta er gert til að ná eldislöxum sem sluppu úr eldiskvíum Fjarðarlax.

 

Óvenju margir laxar veiddust í Kleifaá í Patreksfirði í síðasta mánuði. Þeir höfðu afgerandi einkenni eldislaxa sem eru meðal annars slitnir uggar og sporðar. Fiskistofa lét Veiðimálastofnun gera erfðagreiningu á löxunum og niðurstöður hennar staðfestu að 21 lax sem veiddist í ánni var eldisfiskur. Yfirgnæfandi líkur eru á að laxarnir séu meðal þeirra 200 laxa sem sluppu fyrir mistök úr eldiskví Fjarðalax í Patreksfirði í vetur.

15. ágúst 2014

Veiðiuggalausir (örmerktir) sjóbirtingar í Fossálum!

Árið 2009 stóð fyrirtækið Laxfiskar, sem stundar fiskirannsóknir í ám, vötnum og sjó, fyrir áhugaverðri tilraun en þá var sleppti ríflega 6 þúsund sjóbirtingsseiðum í þremur aðgreindum hópum í efri hluta vatnakerfis Fossála-Þverárvatna og Öðulbrúarár. Nú er mögulegt að einhverjir sjóbirtingar frá þessum sleppingum séu farnir að skila sér til hrygningar og þeir munu þá koma við sögu veiðanna neðst í vatnakerfinu, í Fossálunum.

 

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hjá Laxfiskur hefur verið að koma á framfæri upplýsingum til veiðimanna sem stunda veiðar á þessu svæði og er bréf hér að neðan til veiðimanna birt með hans leyfi.

Jóhannes Sturlaugsson að störfum

14. ágúst 2014

7. ágúst 2014