2. maí 2016

Stjórnvöld bregðist við ástandi lífríkis Mývatns

Veiðifé­lag Laxár og Krákár skor­ar á yf­ir­völd um­hverf­is­mála, bæði á landsvísu og á sveit­ar­stjórn­arstigi að bregðast við því al­var­lega ástandi sem lýst hef­ur verið í líf­ríki Laxár og Mý­vatns í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu.

 

Þetta kem­ur fram í álykt­un veiðifé­lags­ins, sem seg­ir líf­ríki Mý­vatns og Laxár hafa verið und­ir miklu álagi und­an­farna ára­tugi og sé svæðið nú á rauðum lista Um­hverf­is­stofn­unn­ar fjórða árið í röð. „Kúlu­skít­ur­inn, sem aðeins finnst á ein­um öðrum stað í heim­in­um, er horf­inn og botni Mý­vatns má líkja við upp­blás­inn eyðisand.“ Bleikj­an hafi verið nán­ast friðuð sl. ár til að koma í veg fyr­ir út­rým­ingu og horn­síla­stofn­inn er í sögu­legri lægð. „Við rann­sókn­ir síðasta sum­ar veidd­ust 319 síli en sam­bæri­leg­ar rann­sókn­ir síðustu 25 ár hafa skilað 3.000-14.000 síl­um.“

Mývatn
 

2. maí 2016

Veiðimálastofnun 70 ára

Þann 1. maí 2016 eru liðin 70 ár frá því embætti veiðimálastjóra tók til starfa, en embættið markaði upphafið að starfsemi Veiðimálstofnunar.

 

Í lögum nr. 61/1932 um lax- og silungsveiði, sem tóku gildi 1. janúar 1933, var fyrst mælt fyrir um embætti veiðimálastjóra, þó ekki væri skipað í embættið fyrr en meira en áratug síðar (27. apríl 1946).

 

Hlutverk veiðimálastjóra skyldi vera að annast rannsóknir vatna og fiska og skrásetja veiðivötn, safna skýrslum um veiði og fiskrækt, undirbúa byggingu klakstöðva og fiskvega, gera tillögur um reglugerðir um friðun og veiði, leiðbeina um veiðimál og vera ráðherra til aðstoðar um allt sem að veiðimálum lýtur.

 

2. maí 2016

Sigurður Guðjónsson verður forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Sigurð Guðjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna frá og með 1. apríl 2016. Um er að ræða nýja stofnun sem tekur til starfa þann 1. júlí 2016 við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.

Til að leggja mat á hæfni þeirra sem sóttu um starfið skipaði ráðherra þriggja manna nefnd sér til ráðgjafar. Í nefndinni áttu sæti Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri, Gunnar Stefánsson, prófessor og Kristján Andri Stefánsson, sendiherra. Nefndin mat tvo umsækjendur mjög vel hæfa og var Sigurður annar þeirra.

 

9. apríl 2016