17. nóvember 2014

Varðandi veiði í Miðá sumarið 2015

Veiðifélag Miðdæla hefur ákveðið að sjá sjálft um sölu veiðileyfa í Miðá fyrir sumarið 2015, og mun Finnbogi Harðarson sjá um söluna fyrir hönd félagsins, í síma 8979603 og saudafell@simnet.is  

 

Stefna félagsins er að halda vel utan um þá veiðimenn sem hafa veitt í ánni undanfarin ár og láta þá hafa forgang við sölu veiðileyfa.

 

Veiðimenn undanfarinna ára í Miðá sem hafa áhuga á að veiða 2015 eru beðnir að hafa samband við Finnboga sem fyrst hafi þeir ekki gert það nú þegar.

 

13. nóvember 2014

Útboð Álftá á Mýrum

Veiðifélag Álftár á Mýrum, Borgarbyggð, óskar hér með eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Álftá á Mýrum til þriggja ára (2015-2017) eða fimm ára (2015-2019), að báðum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum.

 

Útboðsgögn verða afhent hjá Guðbrandi Brynjúlfssyni, Brúarlandi, Borgarbyggð. Útboðsgögnin verða eingöngu send út á rafrænu formi. Þeir sem óska eftir gögnum snúi sér til Guðbrands Brynjúlfssonar, netfang buvangur@emax.is,       s- 8440429/4371817.

 

27. október 2014

Útboð

Veiðifélag Laxár í Leirársveit óskar eftir tilboði í veiðirétt Eyrarvatns (norður hluta), Glammastaðavatns/Þórisstaðavatns og Geitarbergsvatns ásamt Selós og Þverá á milli vatna fyrir veiðitímabilið 2015-2017.

 

Horft yfir Eyrarvatn

9. október 2014