13. janúar 2015

Varað er við neyslu á eldisfisk

Síðast liðna helgi gekk óveður yfir hluta Noregs og olli meðal annars verulegum skemmdum á eldiskvíum fyrirtækisins Sjøtroll sem staðsett er í Osterfjorden. Talið er að um 94.000 regnbogasilungar, á stærðarbilinu 2,5-3,5 kg, hafi sloppið úr eldiskvíum. Fólk er varað við að borða þennan fisk þar sem hann var meðhöldlaður með aflúsunarefnum 19 desember síðast liðinn. Eftir meðhöndlun þurfa að líða um 50 dagar, miðað við núverandi hitastig, áður en þessi fiskur er hæfur til manneldis.

 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

29. desember 2014

Markaðsátak LV í Icelandic Times

LV var að birta grein í nýjasta tölublaði Icelandic Times til kynningar á laxveiði á Íslandi. Þetta er liður í markaðsátaki LV til kynningar á erlendri grund. Blaðinu er dreift erlendis í 20.000 eintökum á 500 dreifistöðum. Í greininni er að finna fjölbreyttar upplýsingar en jafnframt er lesendum bent á að nálgast ítarlegri upplýsingar á enska hluta heimasíðu LV en sá hluti hefur verið uppfærður og bættur til að m.a. þjónusta í þessu skyni. 

 

 

23. desember 2014

Gleðilega hátíð

Borgarfjörður að vetrarlagi ©Theodór Kr. Þórðarson

 

Gleðileg jól og farsæl komandi ár

 

Með kærri kveðju

 

     Landssamband Veiðifélaga

10. desember 2014