7. febrúar 2016

Mikilvægt að varðveita erfðafræðilegan fjölbreytileika með verndun stórlaxa. Gen fundið sem stjórnar kynþroskaaldri laxa

Nýlega birtist frétt á heimasíðu NINA í Noregi þar sem skýrt er frá uppgötvun hóps vísindamanna. Greinin birtist fyrir skömmu í vísindaritinu Nature (tengill vísar á greinina). Þeir fundu gen sem gegnir veigamiklu hlutverki í að ákvarða hvort Atlantshafslax gengur til hrygningar sem smálax eða stórlax.  Umrætt gen skýrir 39% breytileikans í kynþroskaaldri lax og þar með stærð þeirra.   Eftir því sem lax dvelur lengur í sjó fram að kynþroska, því stærri verður hann þegar hann gengur til hrygningar.  Stórar hrygnur hrygna fleiri hrognum og stórir hængar eiga auðveldara með að tryggja sér aðgengi að hrygnum á hrygningarslóð.

2. febrúar 2016

Nýting kalkþörungasets í Miðfirði

Eftirfarandi er bréf Landssambands veiðifélaga sem sent var 18 janúar sl. til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en þar eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða nýtingu kalkþörungasets í Miðfirði. Athugið að hægt er að sækja viðkomandi bréf sem pdf-skjal eða word-skjal, sjá nánar hér fyrir neðan. 

 

Ákvörðun Skipulagsstofnunar 9. desember  2015, að nýting kalkþörungasets í Miðfirði, 1.200 rúmmetrar á ári í 30 ár,  skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

 

Landssamband veiðifélaga kærir hér með þá ákvörðun Skipulagsstofnuar að nýting á 1.200 rúmmetrum á ári af kalkþörungaseti í Miðfirði skuli undanþegin umhverfismati og gerir þá kröfu að felld verði úr gildi sú ákvörðun Skipulagsstofnunar, dagsett 9. desember 2015, að nýting kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

26. janúar 2016

10.000 tonn af eldislaxi í Arnarfirði

Eftirfarandi er bréf Landssambands veiðifélaga sem sent var 18 janúar sl. til Umhverfisstofnunar en þar eru gerðar athugasemdir við tillögu að starfsleyfi fyrir framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegum Arnarlax hf. Athugið að hægt er að sækja viðkomandi bréf sem pdf-skjal eða word-skjal, sjá nánar hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir við tillögu að starfsleyfi fyrir framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegum Arnarlax hf.

 

Vísað er í tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir Arnarlax hf. vegna framleiðslu á allt að 10.000 tonnum á ári af laxi í Arnarfirði í Vesturbyggð.

 

Landssamband veiðifélaga leggst eindregið gegn umræddri tillögu að starfsleyfi og telur að með umræddri framkvæmd séu stofnar villtra laxfiska settir í stórfellda hættu. Jafnframt telur Landsambandið að umhverfismatsskýrslan dagsett í júní 2015 og unnin af Verkís sé, hvað varðar mat á áhrifum á villta stofna laxfiska, ófullkomin og sýni ekki þau neikvæðu áhrif sem framkvæmdin hefur á stofna villtra laxfiska á svæðinu eða þá stórfeldu áhættu sem tekin er með framkvæmdinni með veiðiár á Íslandi.

Eldislax © Sumarliði Óskarsson