22. júní 2016

Veiðitölur 2016

Nú eru laxveiðiárnar að opna fyrir veiði hver af annari og hefur veiði hafist í 17 af þeim 25 ám sem Landssamband veiðifélaga hefur fylgst með í rúman áratug. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær  birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Tölur hafa borist úr flestum þeim ám sem veiði hefur hafist og gefa tölur ástæðu til bjartsýni fyrir komandi veiðitímabil enda fer veiði vel af stað og lofar góðu. Veiðin gengur vel í Blöndu sem bætir við sig 233 löxum síðast liðna viku og er komin í alls 535 laxa. Til samanburðar má geta þess að veiðin í Blöndu var samtals 124 laxar á nánast sama tíma í fyrra. Veiðin hefur gengið vel þrátt fyrir að undanfarna daga hefur töluvert meira vatn verið í Blöndu sökum tímabundinar aukningu í raforkuframleiðslu Blönduvirkjunar. Nú hyllir hinsvegar undir að þessari tímabundna aukna miðlun vatns ljúki og skilyrði til veiða munu án efa batna fyrir vikið.

Villtur lax © Sumarliði Óskarsson
 

21. júní 2016

Vernda verði Mývatn fyrir ágangi og úrgangi

Nauðsynlegt er að hreinsa fráveituvatn til að minnka álag á Mývatn og þá eru sterkar vísbendingar um að fjölgun ferðamanna auki álag á lífríki vatnsins. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps um málefni Mývatns sem hefur verið skilað til umhverfisráðuneytis.

 

Þar kemur fram að talið sé að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Nauðsynlegt sé hreinsa bæði nitur og fosfór úr fráveituvatni til að minnka álag á Mývatn og að fráveituframkvæmdir í Reykjahlíð eigi að hefjast nú í sumar.

Mývatn

21. júní 2016

Ályktanir samþykktar á aðalfundi LV

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga var haldinn dagana 10 - 11 júní sl. á Bifröst í Borgarfirði. Hér fyrir neðan eru ályktanir sem voru samþykktar á aðalfundinum.

 

Fjárhagsnefnd

 

Fjárhagsáætlun LV fyrir árið 2016 

 

Allsherjarnefnd

 

Veitt og sleppt      

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga, haldinn að Bifröst, Borgarfirði dagana 10. – 11. júní 2016, beinir því til stjórnar Landsambands veiðifélaga að sambandið beiti sér fyrir rannsóknum á áhrifum „veiða og sleppa“ aðferðarinnar á veiðitölur og að slíkar rannsóknir fari fram í ám þar sem fiskteljarar eru til staðar til að fá samanburð á veiðinni og því magni sem gengur í árnar.

16. júní 2016