10. desember 2014

Eldislax drepinn

Lax sem sleppur úr fiskeldi í Noregi og gengur upp þarlend vatnakerfi til hrygningar hefur verið vaxandi vandamál undanfarin ár. Sjúkdómar, laxalús og erfðafræðileg blöndum eldislaxa við náttúrulega laxastofna er verkefni sem erfitt hefur verið að leysa. Það er mikið í húfi enda hver og einn laxastofn búinn að mótast af umhverfi vatnakerfisins í árþúsundir og blöndun við eldislax ógnar framtíð villtra laxastofna.

Gildran í Norsku ánni Etne ©VG.no

 

8. desember 2014

200 lax­ar sluppu en 400 veidd­ir

Búið er að veiða að minnsta kosti 400 eld­islaxa í net og á stöng á svæðinu í kring­um Pat­reks­fjörð en í haust var til­kynnt til Fiski­stofu að 200 lax­ar hefðu sloppið úr sjókví í Pat­reks­firði. Þetta kem­ur fram í grein sem Óðinn Sigþórs­son, formaður Lands­sam­bands veiðifé­laga, rit­ar í Morg­un­blaðið í dag. Seg­ir hann fjöld­ann sem hef­ur verið veidd­ur var­lega áætlaðan.

Eldislax © Sumarliði óskarsson

8. desember 2014

Samið um veiðirétt í Hauka­dalsá í Döl­um

Stanga­veiðifé­lag Reykja­vík­ur og Veiðifé­lag Hauka­dals­ár skrifuðu í dag und­ir samn­ing um leigu á veiðirétti í Hauka­dalsá í Döl­um. Veitt er á fimm stang­ir og hent­ar áin ein­stak­lega vel fyr­ir góða og sam­stillta hópa. Hauka­dalsá er fal­leg og gjöf­ul á. Veiðisvæði ár­inn­ar er um 8 km en merkt­ir veiðistaðir eru 40 tals­ins. Veiði síðastliðið ár var 183 lax­ar en 25 ára meðal­veiði er 735 lax­ar.

13. nóvember 2014

27. október 2014