Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

28. júlí 2016

Athugasemdir vegna tillagna Laxa fiskeldis ehf um 9000 tonna eldi á frjóum norskum eldislaxi í íslenskum fjörðum

Hér fyrir neðan er bréf sem sent var til Skipulagsstofnunar 27 júlí sl. en efni viðkomandi bréfs varðar tillögur Laxa fiskeldis ehf. að matsáætlun vegna allt að 5000 tonna ársframleiðslu á eldislaxi í sjókvíum í Berufirði og 4000 tonna ársframleiðslu í Fáskrúðsfirði.

 

Athugasemdir Landssambands veiðifélaga.

 

Inngangur

Í ljósi þess að framangreindar auglýstar matsáætlanir Laxa fiskeldis eru í meginatriðum samhljóða setur Landssamband veiðifélaga  fram athugasemdir vegna tilkynntra áformaðra framkvæmda  sameiginlega í skjali þessu. Með fyrirliggjandi tillögum að matsskýrslu tilkynnir fyrirtækið Laxar fiskeldi ehf. áform um að hefja sjókvíaeldi á laxi, 5000 tonnum  í Berufirði og 4000 tonnum  í Fáskrúðsfirði ár hvert.  Til eldisins á að nota kynbættan norskan eldisstofn. Fyrir liggur að Fiskeldi Austfjarða hefur tilkynnt Skipulagsstofnun að það fyrirtæki áformaði að afla heimilda til að auka laxeldi  í Berufirði og Fáskrúðsfirði. 

28. júlí 2016

Meira af stórlaxi en síðustu ár

Það veiðist minna af smálaxi í ár en í fyrra segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Meira ber hinsvegar á stórlaxi en undanfarin ár og segir formaðurinn það kannski árangur af því að menn séu að veiða og sleppa.

 

Ytri Rangá ber höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár á Íslandi það sem af er sumri. Samkvæmt nýjum veiðitölum frá Landssambandi veiðifélaga er veiðin í Ytri - Rangá og Hólsá komin í þrjúþúsund tvöhundruð og fimmtíu laxa en enn er langt í land með að ná heildarveiðinni þar  í fyrra sem var átta þúsund og áttahundruð laxar. Miðfjarðará er komin í annað sæti yfir veidda laxa og hefur tekið góðan kipp síðustu daga en þar veiddust fimmhundruð þrjátíu og sjö laxar á einni viku. Veiðin þar er komin í 1996 laxa. Í þriðja sæti er Eystri Rangá með átjánhundruð áttatíu og fimm laxa, Blanda er þar næst með sextánhundruð áttatíu og einn og Þverá og Kjarrá eru í fimmta sæti með þrettán hundruð laxa. Aðrar ár eru ekki komnar yfir þúsund laxa múrinn. 

 

28. júlí 2016

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem haldinn var að Hótel Bifröst, Borgarfirði, dagana 10 - 11 júní, lífríki og veiðinýtingu í ám í Landbroti, umhverfisáhrif sjókvíaeldis, veiða og sleppt, Veiðimálastofnun og fl.

 

 

28. júlí 2016

21. júlí 2016