20. nóvember 2015

Ný grein um uppruna laxa sem veiðast á íslandsmiðum

Nýlega kom út grein í vísindaritinu ICES Journal of Marine Science um uppruna og lífssögu 186 laxa sem veiddust á Íslandsmiðum sem meðafli í makrílveiðum í íslenskri fiskveiðilögsögu árin 2007 til 2010. 

 

Nýttur var gagnagrunnur um erfðir laxastofna í 284 evrópskum ám til að greina með erfðatækni uppruna laxa í veiðinni.  Í ljós kom að 68% sýnanna voru rakin til suðursvæðis Evrópu (meginland Evrópu og Bretlandseyjar), 30% voru frá norðurhluta Evrópu (Skandinavía og Rússland) en einungis 2% laxana voru frá Íslandi. 

Erfðaefni 33 íslenskra villtra stofna er varðveitt hjá Veiðimálastofnun
 

20. nóvember 2015

Staða sérfræðings í verkefni vegna vatnastjórnunar er laus til umsóknar

Veiðimálastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í verkefni er lúta að áhrifum virkjana á vatnalíf og vegna vatnastjórnunar.  Starfið felst í vinnslu og framsetningu gagna um lífríki vatna. Um tímabundið verkefni er að ræða sem stendur í 1 ár. Möguleiki er á framhaldsvinnu.Um fullt starf er að ræða og tilheyrir staðan umhverfissviði stofnunarinnar.

 

Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á framhaldsstigi á fagsviðum Veiðimálastofnunar eða öðru námi sem nýtist í starfinu. Starfið krefst mikillar vinnu með öðrum sérfræðingum innan og utan stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af rannsóknum og  þróunarstarfi, verkefnastjórn og vinnu með gagnagrunna. Umsækjendur þurfa  að búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

 

18. nóvember 2015

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um Jón Helga Björnsson á Laxamýri sem var kjörinn formaður Landssambands veiðifélaga á aðalfundi sambandsins sl. vor. Hann tók við af Óðni Sigþórssyni, Einarsnesi, sem hafði verið formaður LV frá árinu 2000. Jafnframt er fjallað um laxveiðina 2015 sem var sú fjórða mesta frá upphafi skráninga, árgjald til LV og síðan er meðfylgjandi fundargerð stjórnarfundar frá 2. nóvember sl.