5. mars 2015

Útboð-laxveiði-Deildará

Veiðifélag Deildarár, óskar hér með eftir tilboði í laxveiði í Deildará á Sléttu árin 2016 til 2019/2021 (þ.e. 3-5 ár) að báðum/öllum árum meðtöldum.

 

Um er að ræða veiðirétt á Deildará sem er u.þ.b. 12 km löng. Vatnasvið árinnar er u.þ.b. 46 ferkm. Deildará er laxveiðiá á Sléttu. Veiðihús árinnar stendur rétt fyrir utan Raufarhöfn. Þrjár stangir eru leyfðar í ánni.

 

Veiðifélagið hefur einnig ákveðið að bjóða út veiði í Fremri Deildará, sem er silungsveiðiá.  

 

2. mars 2015

Byggja stærstu land­eld­is­stöð lands­ins

Matorka ehf. hef­ur gert fjár­fest­ing­ar­samn­ing við Rík­is­stjórn Íslands um íviln­an­ir til næstu tíu ára en heild­ar­samn­ing­ur­inn hljóðar upp á 425 millj­ón­ir króna. Á næstu vik­um hef­ur fyr­ir­tækið fram­kvæmd­ir við stærstu land­eld­is­stöð lands­ins þar sem fram­leiðslu­get­an verður um þrjú þúsund tonn á ári.

villtur lax ©Sumarliði Óskarsson

 

26. febrúar 2015

Sjóferð sjö laxa

Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun fjalla um rannsóknir á fari laxa sem hann vann í samstarfi við sérfræðinga á Veiðimálastofnun.

 

Erindið hans kallast Sjóferð sjö laxa. Fæðugöngur og dýpisatferli íslenskra laxa (Salmo salar L.) metið með mælimerkjum. Erindið verður flutt á föstudaginn 27 febrúar í sal 131 í Öskju, byrjar kl. 12:30 til 13:10.

Ingi Rúnar Jónsson fiskifræðingur við merkingar mælimerktra laxaseiða.

 

23. desember 2014

10. desember 2014