2. mars 2015

Byggja stærstu land­eld­is­stöð lands­ins

Matorka ehf. hef­ur gert fjár­fest­ing­ar­samn­ing við Rík­is­stjórn Íslands um íviln­an­ir til næstu tíu ára en heild­ar­samn­ing­ur­inn hljóðar upp á 425 millj­ón­ir króna. Á næstu vik­um hef­ur fyr­ir­tækið fram­kvæmd­ir við stærstu land­eld­is­stöð lands­ins þar sem fram­leiðslu­get­an verður um þrjú þúsund tonn á ári.

villtur lax ©Sumarliði Óskarsson

 

26. febrúar 2015

Sjóferð sjö laxa

Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun fjalla um rannsóknir á fari laxa sem hann vann í samstarfi við sérfræðinga á Veiðimálastofnun.

 

Erindið hans kallast Sjóferð sjö laxa. Fæðugöngur og dýpisatferli íslenskra laxa (Salmo salar L.) metið með mælimerkjum. Erindið verður flutt á föstudaginn 27 febrúar í sal 131 í Öskju, byrjar kl. 12:30 til 13:10.

Ingi Rúnar Jónsson fiskifræðingur við merkingar mælimerktra laxaseiða.

 

23. febrúar 2015

Umfjöllun um hlýnun jarðar og Ísland í BBC

Í vikunni var útvarpsþáttur um Ísland og hlýnun jarðar í þáttaröðinni Costing the Earth.  Þátturinn heitir The Ice in Iceland.

Rætt var við íslenska vísindamenn um þær breytingar sem þegar sjást í íslenskri náttúru vegna hlýnunar jarðar.  Meðal annars var rætt við Sigurð Guðjónsson, forstjóra Veiðimálastofnunar, um þær breytingar sem sjá má á fiskstofnum í ám og vötnum eins og hnignum bleikju. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni með því að smella hér.

 

23. desember 2014

10. desember 2014