25. september 2014

Eldislax af norskum uppruna veiðist í Patreksfirði

Rannsókn Veiðimálastofnunar fyrir Fiskistofu á löxum veiddum í Patreksfirði í sumar hefur leitt í ljós að laxarnir voru eldislaxar af norskum uppruna, líkt og lax sem notaður er í sjókvíaeldi á Íslandi. Laxarnir voru allir með nokkuð þroskaða kynkirtla og virðast flestir hafa stefnt á hrygningu í haust. Tilkynnt var um slys þegar eldislaxar sluppu úr sláturkví Fjarðarlax í nóvember á síðastliðnu ári. Fyrirtækið tilkynnti að 200 laxar hefðu sloppið.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

24. september 2014

Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði

Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu.

Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. 

 

23. september 2014

Ný grein um erfðafræði lax á Íslandi

Fyrr á þessu ári kom út grein í vísindaritinu Plosone um erfðafræði íslenskra laxastofna og hvernig lax hefur þróast á Íslandi eftir ísöld. Íslenskur lax sker sig frá öðrum laxastofnum við Atlantshafið. Innan Íslands má sjá að lax greinir sig í erfðahópa eftir landshlutum.  Lax á norðurhluta landsins er einn hópur sem er frábrugðin laxi á suðvestur- og suðurhluta landsins. Síðan greinist laxinn frekar og í flestum laxveiðiám landsins er sérstakur stofn. 

18. september 2014

10. september 2014

4. september 2014