19. maí 2015

Laxalúsin stórt vandamál í sjókvíaeldi á Íslandi

13. maí 2015

Framtíð rannsókna á ferskvatni á norðurslóðum samfara hlýnun loftslags

Nýlokið er yfirgripsmikilli ráðstefnu um stöðu og framtíð vísindarannsókna á norðurslóðum. Ráðstefnan var haldin í tengslum við árlega Vísindaviku Norðursins (Arctic Science Summit Week) sem að þessu sinni var haldin í Toyama í Japan 23.–30. apríl sl. Hluti vísindavikunnar fór í að ræða áherslur og framtíðarskipulag norðurslóðarannsókna (International Conference on Arctic Research Planning; ICARP). Á þeim vettvangi var m.a. farið yfir hverju vísindarannsóknir á norðurslóðum undanfarinna ára hafa skilað, reynt að greina hvar úrbóta er þörf og farið yfir hverjar áherslur í rannsóknum næsta áratuginn ættu helstar að vera. Veiðimálastofnun tók virkan þátt í að skipuleggja þessa ráðstefnu m.a. með skipulagningu á sérstakri málstofu þar sem athyglinni var beint að rannsóknum á ferskvatni á norðurslóðum. Málstofan náði til flestra þátta er snerta ferskvatnsauðlindina m.a. nýtingu hennar, náttúruvernd, vatnafræði og vistfræði.

ICARP Mynd ©Luca Bracali
 

12. maí 2015

Ítrekun vegna fiskeldis á norskum laxi

Ítrekun vegna kröfu Landssambands veiðifélaga að Eyjafirði og  Ísafjarðardjúpi verði lokað fyrir eldi á norskum laxi.

 

Hinn 24. mars sl. ritaði Landssamband veiðifélaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem þess er krafist að Eyjafirði og Ísafjarðardjúpi verði lokað fyrir eldi á frjóum laxi af norskum uppruna.  Jafnframt var óskað eftir svari innan mánaðar. (Sjá viðkomandi bréf)

 

Hinn 20. apríl sl. barst svar ráðuneytisins þar sem segir; „Málið er nú til skoðunar í ráðuneytinu og er ákvörðunar að vænta á næstu mánuðum.“