Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

21. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru  nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 21. september síðastliðinn. 

Veðurfar síðustu viku var fremur rysjótt, einkenndist af töluverðri úrkomu og vindasamt að auki. Haustlægðirnar eru farnar að leggja leið sína til okkar og fyrrnefnt veður fylgir í kjölfarið en hitastig hefur haldist nokkuð hátt miðað við árstíma. Það er víða fallegt um að litast á veiðislóð enda skartar náttúran fallegum fjölbreyttum litskrúða og ekki amalegt að stunda veiðar í jafn fallegu umhverfi.

Nú loka árnar ein af annari og eru komnar lokatölur úr nokkrum ám en það eru Blanda með 2386 laxa, Þverá og Kjarará með 1902 laxa, Haffjarðará með 1305 laxa, Skjálfandafljót með 404 laxa, Laugardalsá með 251 laxa og Búðardalsá með 211 laxa. Það vantar veiðitölur úr þónokkuð af vatnakerfum en ástæða þess eru sú að nokkrar ár eru að loka nú um stundir og senda fljótlega inn lokatölur sem við munum síðan birta. Við þetta bætist síðan sú staðreynd að erfitt er að nálgast tölur þar sem viðveru starfsfólks veiðihúsa er lokið en veiði heldur áfram. Þá verður æði oft erfitt um vik að sækja tölur en þær munu vonandi koma fljótlega þegar færi gefst.

Villtur lax Mynd © Sumarliði Óskarsson

21. september 2016

Áform um 10.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur sent frá sér drög að tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á framleiðslu á 10 þúsund tonnum af laxi árlega í Ísafjarðardjúpi. Tillagan er fyrsti liður í mati á umhverfisáhrifum eldisins.

14. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 14. september síðastliðinn. 

Haustlægðirnar eru farnar að koma og þeim fylgdi töluverð úrkoma sem hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á veiði síðastliðina viku. Við aukið rennsli í sumum ám komst hreyfing á laxinn og skilyrði til veiða bötnuðu en síðan varð vatnsflaumurinn það mikill að skilyrði versnuðu á ný. Vatnsbúskapurinn er nánast í ökla eða eyra, eins og stundum er sagt, og þessi úrkoma hefði gjarnan mátt koma fyrr á veiðitímabilinu sem hefur einkennst mikið af úrkomuleysi og dræmri veiði meðal annars af þeim sökum.

Það bætist í hóp þeirra vatnakerfa þar sem veiðin er komin yfir 1000 laxa markið en það mun vera Haukadalsá en síðustu viku veiddust alls 101 lax og hún kominn í 1003 laxa. 

8. september 2016

6. september 2016