Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

19. september 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands veiðifélaga. Veiðitölur miðast við lok veiði miðvikudagsins 18 september.

 

Það er ýmist í ökkla eða eyra þessa dagana hvað úrkomu varðar. Bágum vatnsbúskapi var ýtt hvessilega til hliðar með þeirri vætutíð sem við tók. Þessu hafa fylgt vatnavextir og skilyrði til veiða sumstaðar versnað við slíkar aðstæður. Nú fara árnar okkar að loka hver af annari og þegar hafa borist lokatölur úr nokkrum ám.

 

Má þar nefna Norðurá í Borgarfirði sem lokaði 15 september með alls 577 laxa. Sú lokatala er minnsta skráða veiði allt frá árinu 1974 og langt undir því sem öllu jöfnu veiðist.

 

 

19. september 2019

Gat nú verið aftur

Matvælastofnun barst tilkynning frá Fiskeldi Austfjarða þriðjudaginn 17. september um göt á nótarpoka einnar sjókvíar Fiskeldis Austfjarða við Glímeyri í Berufirði. Götin uppgötvuðust við köfun í kví og er viðgerð lokið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

12. september 2019

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 11. september.

 

Það er haustbragur á sumum þeim veiðitölum sem hafa borist og kemur það ekki á óvart þar sem styttist í að lokatölur berist úr þeim ám þar sem veiði hófst fyrst í sumarbyrjun. Komin er ein lokatala úr Búðardalsá sem lokaði 9. september með samtals 98 laxa. En þó árnar okkar fari að loka ein af annari, þa verður víða veitt til loka september. Síðan mun veiði halda áfram í Rangánum fram í október. Ekki er úrkomuleysi fyrir að fara þessa dagana og vatnsbúskapur með ágætum. Veiði hefur víða tekið töluverðan kipp í kjölfarið og skila margar ár góðri veiðiviku. Það telst helst til tíðinda að Þverá/Kjarará hefur bæst í hóp þeirra vatnakerfa sem farið hafa yfir 1000 laxa markið og er veiðitalan komin í 1025 laxa.

 

5. september 2019

29. ágúst 2019

22. ágúst 2019

22. ágúst 2019