Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

8. apríl 2020

Hvað verður eftir á Íslandi?

Í síðustu viku birtist viðtal við framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, þar sem hann bar saman möguleg aukin útflutningsverðmæti af meiri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum við útflutningsverðmætin sem verða til á heilli loðnuvertíð. Því miður vantaði í viðtalið að spyrja framkvæmdastjórann úti það sem máli skiptir í svona samanburði: hvaða verðmæti verða eftir í landinu í hvorri grein fyrir sig?

 

Einsog allir vita sem komið hafa nálægt rekstri þá snýst hann um debit og kredit. Ekki er nóg að sýna mikla veltu. Ef kostar meira að búa til vöruna en fæst fyrir hana þá er reksturinn í vondum málum.

 

31. mars 2020

Veiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabilið er rétt handan við hornið en það hefst 1. apríl næstkomandi. Eflaust munu margir nýta tækifærið og fara til silungsveiða eftir að haf beðið frá því að veiðitímabili lauk síðastliðið haust. Sumir hafa stytt biðina með veiðum gegnum ís en nú hyllir undir að hægt sé að taka fram stöngina á ný.

 

Eins og ávallt þá er það veðrið sem hefur töluverð áhrif á veiði og þótt hlýnað hafi lítilega undanfarið þá virðist sem vetur konungur mæti í fullum skrúða í upphafi veiðitíma með kólandi veðri og snjókomu víða um land. Það er því um að gera að fylgjast vel með veðurspá enda er allra veðra von á þessum tíma árs eins og rysjótt tíð undanfarið hefur sýnt fram á.

 

20. mars 2020

„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“

„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
 

Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar frá því í gær myndi laxeldi á landsvísu aukast um 20% og fara yfir 100 þúsund tonn.

 

 

10. mars 2020