Veiðitölur

 Blóðþorri í laxi (ISA-veiki)

 

Spurningar og svör

 

 

Hvað er ISA (blóðþorri í laxi)?

Infectious salmon anaemia, ISA er vírussjúkdómur sem hefur fundist í laxfiskum og einnig ál. Vírusinn sem veldur sjúkdómnum heitir Orthomyxovirus og er um 100 nm (nanometer) að stærð. Sjúkdómurinn veldur blóðþurrð hjá laxi og dregur hann til dauða.

 

Hvar hefur ISA fundist?

Noregi (1984), N.B. Kanada (1996), Skotlandi, Nova Scotia, Kanada
(1998), Chile, (1999), Færeyjum, Maine, Bandaríkjunum (2000).

ISA hefur enn ekki fundist í fiski á Íslandi.

 

Hvernig eru einkenni sjúkdómsins?

Sumir smituðu fiskana verða veiklulegir að sjá, en erfitt er að meta ytri einkenni þar sem þau virðast ekki vera mikil. Innri einkenni eru ekki alltaf mjög áberandi en þau geta verið blæðingra í nýrum og öðrum líffærum, bólgin augu, líkamsvessar í kviðarholi, Ljóslituð tálkn, bólgur í nýra, bólginn kviður, dökk lifur og hjarta.

 

Er ISA hættulegt mönnum?

Nei! ISA er fisksjúkdómur og smitast ekki yfir í spendýr.

 

Hvernig sýkjast fiskarnir af ISA?

Vírusinn sem veldur sjúkdómnum smitast með snertingu frá sýktum fiski til heilbrigðs fisks. Einnig berst vírusinn með blóði, saur, fiskholdi og fl. Vírusinn getur borist með búnaði og mönnum sem hafa verið í snertingu við sýktan fisk eða á sýktu svæði. Laxalús getur borið vírusinn. Fiskeldisstöðvar innan 5 km radíus frá sýktu svæði eru 5-13 sinnum hættara við að fá fá smit.

 

Hvað getur vírusinn lifað lengi utan hýsils og hvað þolir hann?

Í sjó og ferskvatni getur vírusinn lifað í 48 klukkustundir við 10 gráðu hitastig. Vírusinn getur lifað í fiskholdi í kælingu (ís) að minnsta kosti 6 daga.

 

Ef hitastig er 45 °C þá lifir vírusinn um 5 mínútur.
Ef hitastig er 55 °C þá lifir vírusinn um 1 mínútu.
Ef pH (sýrustig) er 4,5 þá lifir vírusinn lengur en 24 klst.
Ef pH (sýrustig) er 4,0 þá lifir vírusinn að minnsta kosti 8 klst en ekki lengur en 24 klst.
Ef pH (sýrustig) er 12,0 þá lifir vírusinn minna en 24 klst.
Ef NaOCl er 50 ppm þá lifir vírusinn lengur en 30 mínútur.
Ef NaOCl er 100 ppm þá lifir vírusinn minna en 15 mínútur.
Ef sett er UV ljós (mj/cm2) þá lifir vírusinn minna en 20 mínútur

 

Hvað er gert í fiskverkun til að tryggja að smit berist ekki áfram?

Fiskverkun í Noregi sótthreinsar frárennlsi með eftirfarandi hætti

 

Frárennsli er hitað;
Ef hitastig er  60°C þá í 10 mínútur 
Ef hitastig er  70°C þá í 6 mínútur
Ef hitastig er  80°C þá í 4 mínútur

Notuð er Formic acid (sýra)
Sýrustig  3.5 og lægra, tími 8 klst.
Sýrustig  4,0 og lægra, tími 24 klst.

Einnig er notað; Sodium hydroxide    pH  >12    24 klst
Chem.precipitation + Cl2 Initial chlorine 50 ppm, residual >5 ppm  15 mín. Chem. precipitation + UV light   > 25 mJ/cm2

Blóðvatn er sett í Sodium hydrochlorite  1000 ppm  10 klst.
Búnaður er meðhöndlaður með Sodium hypochlorite 1000 ppm, Yfirborð úðað með 2000 ppm. Einnig með Iodophor 100 ppm  10 mín,  Yfirborð úðað með >200 ppm. Chlorine and iodine eru eitruð fyrir fisk og skelfisk, mælt er með að gera lausn hlutlausa með sodium thiosulphate.

 

Hvað er gert í fiskeldistöðvum gegnvart ISA?

Fiskeldisstöðvar sem glýma við ISA, hafa þurft að koma sér upp eftirliti og forvörnum. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar til að varna útbreiðslu vírus. Aðferir sem fiskvinnslan notar eru einnig notaðar í fiskeldisstöðum, þar sem það á við. Notuð er skilvirk meðhöndlun á
úrgangi, sótthreinsanir, árgöngum í eldi er haldið aðskildum til að varna smiti, öflugt eftirlit og stjórnun, notkun á tilrauna bóluefni gagnvart ISA og fl.

 

Hvernig getur ISA borist í lax á Íslandi?

 

Samkvæmt rannsóknum þykir ljóst að sjúkdómurinn blossar einungis upp við eldisaðstæður. Aldrei hefur tekist að finna villtan fisk með sjúkdómseinkenni veirunnar. Er þarafleiðandi talið að villtum laxastofnum stafi ekki hætta af veirunni. Hinsvegar er hugsanlega að við ákveðnar aðstæður geti villtur Íslenskur lax smitast í hafi og borið vírusinn til landsins. Smitaður eldislax sem hefur sloppið úr kvíum getur hugsanlega smitað aðra laxa og jafnframt borið vírusinn til landsins ef hann kemur. Vírusinn getur borist með eldisafurðum sem fluttar væru til landsins, til eru þekkt dæmi um að ISA-sýktur lax hafi verið fluttur á markað erlendis. Vírusinn getur borist til landsins með eldisbúnaði og öðrum búnaði sem hefur verið á sýktu svæði. Vírusinn getur borist með kjölvatni skipa og fl.