Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
9. október 2009

Sjöunda heimsmeistaramótið í dorgveiði.

Sjöunda heimsmeistaramótið í dorgveiði  (WIFC) verður haldið á Boom Lake, Wisconsin, USA, dagana 11. til 14. mars 2010.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið í Bandaríkjunum og aðstandendur þess eru staðráðnir í að það verði vel hepppnað og eftirminnilegt.

 

Í hverju liði mega að hámarki vera átta manns, 6 veiðimenn (þar af einn varamaður) einn þjálfari og einn umsjónarmaður.  Landssambandi Veiðifélaga hefur borist fréttatilkynnig um að íslensku liði sé velkomin þátttaka.  Mótið, ásamt kynnisferðum og æfingaveiðum mun taka níu daga og þátttökukostnaður verða ríflega 8000 bandaríkjadalir á mann (auk einkaútgjalda).  Nánari upplýsingar má finna á www.usaiceteam.com .  Eins get ég framsent dagrkrá og fleira ef óskað er.  Hafið þá samband við mig á  thorsteinn@angling.is  Kveðjur.