Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. september 2009

Veiðitölur 23.sept.

Nú á haustnóttum dregur æ meir saman með aflatölum áranna 2008 og 2009, ef miðað er við veiði í viðmiðunarám Landssambandsins.  Munurinn er nú aðeins 2923 laxar.  Varla er þess þó að vænta að við getum unnið upp þennan mismun.

Þó er svo að sjá að ekki uni allir við löglega fenginn afla.  Frá slíku dæmi er sagt á vef Stangaveiðifélagsins Flúða, Akureyri.  www.fludir.svak.is  .

 

Þar stendur-  “Fyrir nokkrum dögum urðum við fyrir fólskulegri árás “veiðimanns” sem sá sóma sinn í því að opna eina af klak-kistum okkar við Fnjóská, taka þar úr a.m.k. fimm stóra laxa og slátra þeim. Blóðugur vígvöllur og ástandið á kistunni þegar að var komið bar þessarri hetjudáð miður fagurt vitni.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hugarheim þessa vesalings manns, en væntanlega mun hann í góðra vina hópi geta stært sig af “veiðinni”.
Fyrir okkur er þetta hins vegar töluvert áfall og fjárhagslegt tjón þar sem þarna fór stór hluti þeirra fiska sem nota átti til undaneldis og ólíklegt er að svo síðla hausts takist að ná í aðra fiska í staðinn.”  -  Allar upplýsingar um þennan þjófnað eru vel þegnar.