Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
22. september 2009

Spriklandi lax í boði veiðikokka

Út er komin hjá SÖLKU gullfalleg og girnileg bók sem heitir Spriklandi lax í boði veiðikokka.

Hér segja kokkar nokkurra veiðihúsa frá hinu sérstaka lífi á árbakkanum þar sem  þeir eru í félagsskap við menn, fiska og stórbrotna náttúru. Að auki deila þeir með okkur sínum bestu laxauppskriftum. Bæði er um að ræða einfalda rétti þar sem ferskleikinn ræður ríkjum og ofurlítið flóknari þar sem notaðar eru nýstárlegar kryddjurtir og aðferðir.

 

Lárus Karl Ingason á heiðurinn af ljósmyndunum en Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson sáum um textagerð.

Bókin er 126 bls., öll skreytt glæsilegum litmyndum og prentuð í Odda ehf.

 

Bókin kostar kr. 4.990 út úr búð en tilboð er kr. 2.990

 

Vinsamleg sendið pantanir á www.salkaforlag.is  og smellið á  Spriklandi lax í boði veiðikokka þar sem tilboðið verður frá þriðjudeginum 22. september til 30. september

Einnig getið þið sent póst á salka@salkaforlag.is eða sigrun@salkaforlag.is ef þið viljið sækja og greiða bókina hér í Skipholti 50C í forlagsverslun okkar.  

Glæsileg bók á frábæru tilboði til allra veiðimanna og kvenna landsins