Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
17. september 2009

Veiðitölur 16. sept.

Staða gömlu viðmiðunaránna okkar 25 er nú alls 43.679 landaðir laxar og vikuaflinn því 2.798 fiskar.  Þann 17. sept. í fyrra voru sambærilegar veiðitölur 46.769.  Þarna munar því aðeins 3.090 löxum.  Vikuaflinn þá var 2.554 laxar.  Nú eru Rangárnar samtals með 5.695 löxum minni veiði en á sama tíma í fyrra, svo í raun eru þær ár, sem byggja á sjálfbærum laxastofnum, að skila meiri veiði en um þetta leyti 2008.  Þar munar mest um afbragðsgóða veiði í húnvetnsku ánum.

 

 

Ég hef enn fjölgað þeim ám sem birtast á veiðitölulistanum okkar.  Nú upp í 50.  Það þýðir að inn koma ýmsar ár, sem ekki hafa skilað aflatölum reglulega. Athugið því að alls ekki er um sambærilegar dagsetningar að ræða.  Getur samt verið fróðlegt að skoða.  Lokatölur frá 2008 vantar fyrir þær ár og veiðistaði sem ekki eru skráðar upplýsingar um hjá Veiðimálastofnun.