Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. september 2009

Nýjar veiðitölur

Enn birtast nýjar veiðitölur.  Nú eru viðmiðunarárnar 25 komnar í því sem næst 40900 laxa, og enn munu að líkindum nokkur þúsund bætast við.  Sennilega er þessi tala þó of lág, þar sem ein veiðibók er týnd og sá lax verður ekki talinn fyrr en hún kemur í leitirnar. 

Vert er að benda á hve silungsveiðin verður oft útundan þegar verið er að bera saman veiðitölur.  Urriði, sjóbirtingur og bleikja eru skemmtilegir veiðifiskar, ekki síður en laxinn.

 

 

 

Víða gæti silungsveiðin  ein haldið uppi hróðri ánna, þótt allri laxveiði væri sleppt.  Nefna má Vatnsdalsána, en það sem af er þessu sumri hefur silungssvæðið þar skilað meira en 1700 silungum, auk ríflega 100 laxa.  Þar við bætast svo fjöldi silunga sem veiðast sem meðafli á laxasvæðunum..  Víðidalsáin hefur einnig sitt silungssvæði, þar sem hátt í 800 silungar hafa veiðst auk meðaflans á laxasvæðinu.. Fljótaána má einnig nefna, en þar er búið að landa 381 laxi og 1136 silungum.  Vestanlands hafa Hvolsá og Staðarhólsá gefið 176 laxa og 380 silunga til þessa.