Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. júlí 2009

Veiðisvæði skemmt

Fiskiræktar - og veiðifélag Norðfjarðar mótmælti nýverið efnistöku sveitarfélagsins Fjarðabyggðar úr Norðfjarðará. Við efnistökuna skemmdist veiðisvæði við ánna.

Í fundargerð Fjarðabyggðar kemur fram að bæjarráð harmi þau mistök sem orðið hafa vegna þessa og var Árna Steinari Jóhannssyni falið að koma afsökunarbeiðni á framfæri við Fiskiræktar - og veiðifélag Norðfjarðar.

Að sögn Árna Steinars er búið að fá sérfræðing til að gera tillögu um hvernig best sé að lagfæra svæðið. Hann segir þetta ekki stórmál og að bærinn í samvinnu við Vegagerðina muni lagfæra svæðið fljótlega.   

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is