Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. júlí 2009

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 15. júlí síðastliðinn. Flestir laxar hafa veiðist í Norðurá eða alls 1045, en á einni viku hafa veiðst 295 laxar. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu 1307 laxar veiðst. Í Þverá og Kjarará er veiðin komin í 668 laxa og hafa veiðst 288 laxar á einni viku.

Við vekjum athygli á þeim möguleika að nú er hægt að velja viðkomandi vatnakerfi á listanum og bera saman veiði á svipuðum tíma frá árinu 2006. Jafnframt er að finna almennar upplýsingar, stangarfjölda og lokatölur síðustu ára og fl.

 

Ef til dæmis Langá á mýrum er valin og skoðað hver veiðin var á svipuðum tíma frá árinu 2006 kemur eftirfarandi í ljós:

 

12. Júlí 2006. Alls 290 laxar 

18. Júlí 2007. Alls 149 laxar

16. Júlí 2008. Alls 635 laxar

15. Júlí 2009. Alls 495 laxar