Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
9. júlí 2009

Skýrsla um laxveiði síðasta árs.

Vakin er athygli á að skýrsla Veiðimálastofnunar um lax- og silungsveiðina sumarið 2008 er nú aðgengileg á vef stofnunarinnar,  www.veidimal.is  Smellið á "Veiði" á vefstikunni.  Síðan á  "veiðitölur"  Þá er hægt að velja um skýrslur nokkurra síðustu ára.

 

Þar er að finna mjög margþættan fróðleik, bæði í texta og töflum.  Veiðin er flokkuð eftir landshlutum, tegundum og veiðiaðferðum.  Upplýsingar eru um laxveiði í flestum laxveiðiám síðan árið 1974, ásamt minnstu og mestu veiði þess tíma, auk meðaltalna.  Sannarleg fróðleiksnáma þeim sem áhuga hafa á veiðimálum.