Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. júlí 2009

Niðurstöðutölur veiðinnar 2008

Sumarið 2008 var met laxveiði í ám á Íslandi. Alls veiddust  84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 (20,4%) sleppt aftur og var heildar fjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 66.946 laxar. Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 174.054 kg. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar, alls 144.825 kg og 5.966 stórlaxar, 29.229 kg.

Villtur lax © Sumarliði Óskarsson

Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 12.914 smálaxar og 4.264 stórlaxar. Hlutfall smálaxa sem sleppt var í heild, var 17,5% en hlutfall stórlaxa í sleppingum 41,7%. Flestir laxar veiddust á Vesturlandi alls 30.769 en af þeim var 6.109 sleppt aftur og afli því 24.660 laxar sem vógu 59.859 kg. Á Suðurlandi var veiðin litlu minni en þar veiddust 29.717 laxar. Af þeim var 2.631 sleppt og afli 27.086 laxar sem vógu 70.025 kg. Uppistaðan af veiðinni á Suðurlandi var veiði af vatnasvæði Rangánna þar sem veiðin byggist á sleppingum gönguseiða að mestu leyti. Minni veiði var í öðrum landshlutum.

 

Í netaveiði var aflinn 9.403 laxar sumarið 2008, sem samtals vógu 21.862 kg. Af þeim veiddust langflestir á Suðurlandi 8.954, sem vógu 24.979 kg, en mun færri laxar veiddust í net í öðrum landshlutum. Í net veiddust 8.221 smálax en þeir vógu alls 20.952 kg og 733 stórlaxar sem vógu 4.027 kg. Enginn lax endurheimtist úr hafbeit í hafbeitarstöðvar.

Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 76.349 sem vógu alls 200.146 kg. Af þeim voru 69.606 smálaxar og 6.743 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 166.687 kg og þyngd stórlaxa 33.459 kg.

 Alls voru skráðir 44.341 urriði í stangveiði en af þeim var 5.429 sleppt aftur. Afli urriða var því 38.912 fiskar og vógu þeir 39.162 kg.  Af bleikjum veiddust 30.676 en 2.505 bleikjum var sleppt aftur og aflinn því 28.171 bleikja og þyngd aflans 20.234 kg.

Skráð stangveiði 2008 var 30.421 löxum eða 56,6% meiri en hún var á árinu 2007 en 76,1% yfir meðaltals stangveiði áranna 1974-2007. Netaveiði á laxi er nú eingöngu bundin við veiði í ám og vötnum og er mesta veiðin í stóru jökulánum á Suðurlandi, Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. Netaveiðin 2008 var 2.577 löxum (38,1%) meiri en hún var 2007 og um 23,3% undir meðalveiði áranna 1974-2007.

Sumarið 2008 var met í veiði á laxi í þeim ám þar sem veiði byggist á sleppingu gönguseiða og var hún alls 29.268 laxar sem er um 35% af heildarveiðinni. Þegar litið er til þróunar í veiði úr íslenskum ám breytir þessi fjöldi myndinni umtalsvert. Að þessari veiði frátalinni var stangveiðin sumarið 2008 alls 54.856 laxar af náttúrulegum uppruna sem einnig er met stangveiði í íslenskum laxveiðiám.

            Sumarið 2008 veiddust flestir laxar í Ytri-Rangá og Hólsá vesturbakka, alls 14.315 laxar, næst flestir í Eystri-Rangá og Hólsá austurbakka 7.010 og í þriðja sæti var Norðurá í Borgarfirði með 3.307 laxa. Ef litið er til afla skipa sömu ár Ytri-Rangá og Eystri-Rangá sér í 2 efstu sætin en Langá var í þriðja sæti.

            Af urriðaveiðisvæðum þar sem stangveiði var stunduð veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum alls 16.409. Næst flestir urriðar veiddust í Fremri-Laxá á Ásum 5.456 og í þriðja sæti Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa með 4.547 veidda urriða. Urriðaveiðin 2008 var um 5,8% yfir þessu 10 ára meðaltali en bleikjuveiðin 12,3% undir meðaltali sama tímabils.

            Flestar stangveiddar bleikjur veiddust í Veiðivötnum alls 8.484 en næst flestar í Hlíðarvatni 2.167. Í þriðja sæti var Vatnsdalsá með 1.478 stangveiddar bleikjur.

             Netaveiði var mest á Suðurlandi en þar veiddust 6.493 laxar í net. Flestir þeirra veiddust í Þjórsá 4.503 laxar, 3.120 í Hvítá í Árnessýslu og 1.100 í Ölfusá. Í samanburði við fyrri tíma hefur veiði minnkað í Ölfusá en aukist í Hvítá þótt aukning hafi orðið í báðum frá árinu 2007. Á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust nú 268 laxar í net en þar hefur einungis verið veitt í fá net frá árinu 1991. Netaveiði í ám öðrum landshlutum var lítil. Uppgefin silungsveiði í net var alls 10.386 urriðar og 21.230 bleikjur. Mest var silungsveiði í net á Suðurlandi.

 

Hér (pdf) má nálgast skýrslu um lax- og silungsveiðina 2008.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar