Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. júní 2009

Hrun blasir við álastofninum

Állinn er furðulegt fyrirbrigði. Hann hrygnir í Þanghafinu á allt að 700 metra dýpi þar sem sjávardýpið er um 6000 metrar.

Lirfurnar berast með Golfstrauminum til Evrópu og að ströndum Íslands. Þegar þær nálgast land breytast þær í glerála sem eru sex til átta sentimetra langir. Seinna ganga þeir upp í ár og vötn þar sem þeir stækka og taka á sig gulbrúnan lit. Þeir eru hér í 10 til 20 ár en fara svo aftur í Þanghafið, hrygna og drepast svo.

Þegar verið var að rannsaka og rafveiða glerál í Elliðaánum fundust aðeins 13 stykki. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið kominn nokkur hundruð stykki í fötuna.

Ástand álastofnsins við strendur Evrópu er bágborið og þar hefur hann verið lýstur í útrýmingarhættu.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is