Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. júní 2009

Veiðitölur á angling.is

Veiði hefur farið vel af stað í ám og vötnum landsins. Sem fyrr þá mun Landssamband veiðifélaga safna vikulega veiðitölum og birta hér á vefnum. Unnið er að því að koma meiri upplýsingum á framfæri og til þess að slíkt sé hægt hefur verið gerð breyting á vefnum.

Undir liðnum Veiðitölur er að finna lista með þeim vatnakerfum sem veiðitölum er vikulega safnað, en þar er hægt m.a. að sjá heildarveiði, stangarfjölda og lokatölur síðasta árs.

 

Nú er einning hægt að velja viðkomandi vatnakerfi sem er á þeim lista og sjá allar lokatölur frá árinu 1974 fram til 2008. Jafnframt er hægt að velja árin 2006, 2007, 2008 og sjá vikulega veiði, en með því móti geta áhugasamir borið saman veiði á sama tíma. Þess ber að geta að unnið er að skráningu og fljótlega verður hægt að sjá tölur um veiði á silung undir sama lið.