Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
4. júní 2009

Vaki telur laxa í Rín

Íslenska fyrirtækið Vaki fiskeldiskerfi setti nýlega upp laxateljara í ánni Rín til að fylgjast með hversu mikil laxagengdin er í ánni. Búið er að koma Árvaka, laxateljara Vaka, fyrir í yfir 150 ám í 16 löndum.

Guðlaugur Ásbjörnsson, framleiðslustjóri Vaka, kemur laxateljara fyrir í ánni Sieg sem er ein af þverám Rínar.©mbl

Samkvæmt upplýsingum frá Vaka er miklu vatni veitt úr Rín í áveitur með þeim afleiðingum, að erfitt er fyrir lax að ganga upp ánna. Segir Vaki að stórfé sé nú víða eytt til að reyna að koma Rín og öðrum svipuðum ám í það ástand sem þær voru í fyrir virkjanir og áveitur og ná upp laxagengd.

 

Vaki segir, að nákvæmlega sé nú fylgst með hverjum laxi sem fer upp í  árnar. Dæmi séu um að lifandi lax sé tekinn úr ám og hann fluttur yfir hjalla, sem hann virðist ekki komast upp yfir af eigin rammleik. Einnig hafi gerð laxastiga stóraukist. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum mbl.is