Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
3. júní 2009

Staða Verkefnisstjóra þróunarverkefnis á sviði nýtingar silungs er laus til umsóknar til 12. júní

Veiðimálastofnun auglýsir eftir verkefnisstjóra með aðsetur á Sauðárkróki til að stýra nýsköpunar- og þróunarverkefni á sviði nýtingar silungsveiðiáa og vatna og ferðaþjónustu henni tengdri. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á framhaldsstigi á fagsviðum Veiðimálastofnunar eða öðru námi sem nýtist í verkefninu og búa yfir góðri færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af verkefnastjórn og/eða þróunar- og nýsköpunarstarfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrám berist fyrir 12. júní til Veiðimálastofnunar Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki.  Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttafélags.

 

Nánari upplýsingar veita Bjarni Jónsson (sími 5806343) sviðsstjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs og Sigurður Guðjónsson (sími 5806310) forstjóri Veiðimálastofnunar.

 

Veiðimálastofnun er rannsókna- og ráðgjafarstofnun á sviði veiðinýtingar og vatnalíffræði.  Stofnunin er með 5 starfstöðvar og þar starfa um 20 manns. 

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar