Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. ágúst 2008

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 27. ágúst síðastliðinn. Flestir laxar hafa veiðist í Ytri Rangá og Hólsá eða alls 7250, en á einni viku hafa veiðst 1259 laxar. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu 3396 laxar veiðst og því er munurinn milli ára mjög mikill eða 3854 laxar. Það er því rífandi gangur í veiðinni og  er veiðin nú komin 873 löxum umfram lokatölur síðasta árs sem var alls 6377 laxar. 

 

Í Eystri Rangá gengur veiðin einning mjög vel og hafa veiðst 5040 laxar en á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 4222 laxar. Á einni viku hafa veiðst 672 laxar og er ljóst að töluvert á eftir að veiðast tilviðbótar.

 

Norðurá gengur einning vel og er hún komin i 2848 laxa og bætir við sig 195 löxum á einni viku. Lokatölur í fyrra voru 1447 og styttist óðum í að veiðin verði tvöfalt meiri þetta árið þar sem einungis vantar 46 laxa til að síkt gerist. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1160 laxar og er veiðin nú komin nánast 1000 laxa umfram meðalveiði síðustu tíu ára. 

 

Í Þverá og Kjarará er góður gangur og veiðin komin í 2389 laxa og hafa veiðst 151 laxar á einni viku. Veiðin er nú 414 löxum meira en á svipuðum tíma í fyrra. Það styttist óðum í að veiðin fari umfram lokatölur í fyrra og vantar einungis 15 laxa til að jafna lokatölur síðasta árs.

 

Veiðin í Langá á Mýrum gengur mjög vel og er komin í 2170 laxa sem er rúmlega tvöfalt meiri veiði en á svipum tíma í fyrra. Í síðustu viku veiddust 420 laxar sem þykir afar góð veiði á haustdögum og er Langá komin 714 löxum umfram lokatölur síðasta árs og 478 laxa umfram meðalveiði síðustu 10 ár.

 

Góður gangur er í öðrum ám á listanum og er hægt að sjá veiðitölur nánar hér