Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. ágúst 2008

Umsögn vegna veiðitalna þann 13. ágúst 2008.

Samkvæmt síðustu samantekt á veiðitölum þá auka Rangárnar forskot sitt til muna.  Samanlagt veiddust þar 2261 lax í síðustu viku.  Geta má þess að í fyrra bárust tveir þriðju aflans þar á land eftir 15. ágúst .  Ef sömu hlutföll verða þetta árið mun veiðin nú ná 24.800 löxum. 

 

Það verður þó að teljast mjög ólíklegt, miðað við hve mikil síðsumarsveiðin var í fyrra.  Samt sem áður stefnir í mjög góða veiði og ekki óhugsandi að Rangánum takist að brjóta 20.000 laxa múrinn.

 

Til gamans birti ég smá yfirlit frá síðustu árum úr þeim 25 ám sem L.V. fylgist með.

 

Þann 16. ágúst 2006 höfðu árnar gefið samtals 20.313 laxa.

 

15. ágúst 2007, samtals 15.871 lax.

 

Þann 13. ágúst 2008 var veiðin komin í 28.688 laxa.

 

Ekki fleira að sinni.  Þ.Þ.