Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
14. ágúst 2008

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 13. ágúst síðastliðinn. Flestir laxar hafa veiðist í Ytri Rangá og Hólsá eða alls 4658, en á einni viku hafa veiðst 1314 laxar. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu 1785 laxar veiðst og því er munurinn milli ára gríðarlegur eða 2873 laxar. Það er því rífandi gangur í veiðinni og stefnir í metveiði.

 

Í Eystri Rangá gengur veiðin einning afar vel og hafa veiðst 3613 laxar en á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 2823 laxar. Veiðin er því nú þegar 619 löxum umfram meðalveiði síðustu 10 ára og veiddust 947 laxar á einni viku sem þætti reyndar afar góðar lokatölur í fjölmörgum ám. Þess ber að geta að í Rangánum byggist veiðin mikið til á öflugum seiðasleppingum sem hafa gengið mjög vel.

 

Í Norðurá hafa veiðst 2501 laxar og hafa 1054 laxar veiðst umfram lokatölur síðasta árs og er veiðin komin langt umfram meðalveiði síðustu 10 ár. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 801 laxar og er veiðin því nú rúmlega þrisvar sinnum meiri.

 

Þverá og Kjarará er komin í 2045 laxa og hafa veiðst 81 laxar á einni viku. Veiðin er komin umfram meðalveiði síðustu 10 ár. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 1384 laxar og veiðin nú 661 löxum meiri.

 

Langá á mýrum er komin í 1605 laxa og bætir við sig 129 löxum á einni viku. Veiðin nú er komin 149 löxum umfram lokatölur síðasta árs. Veiðin er nú rúmlega þrisvar sinnum meiri en á svipuðum tíma í fyrra.

 

Grímsá og Tunguá er komin í 1375 laxa og bætir við sig 116 löxum á einni viku. Veiðin er komin vel yfir meðalveiði síðustu 10 ár og komin 265 umfram lokatölur í fyrra. Á svipuðum tíma í fyrra var veiðin 569 laxar og er veiðin nú því 806 laxar meiri.

 

Góður gangur er í öðrum ám á listanum og er hægt að sjá veiðitölur nánar hér