Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. júlí 2008

Sæsteinsuga - ný skýrsla

Nýverið kom út skýrsla hjá Veiðimálastofnun, um rannsóknir á landnámi sæsteinsugu á Íslandi. Á síðasta ári var gerð sérstök leit að sæsteinsugu-lirfum í Vestur Skaftafellssýslu, en grunur leikur á að sæsteinsugan sé tekin til við að hrygna í íslensku ferskvatni.  

Sæsteinsuga   Mynd © Náttúrufræðistofa Kópavogs

 

 

Leitað var á allnokkrum stöðum á vatnasvæði Kúðafljóts, Skaftár og Grenlækjar. Engar lirfur fundust við leitina og er þess vegna ekki hægt að staðfesta landnám hennar.

 

Í skýrslunni er einnig samantekt um útbreiðslu sæsteinsugusára á laxfiskum á Íslandi, en Veiðimálastofnun hefur safnað upplýsingum þar um frá því þau urðu fyrst greind haustið 2006.

 

Rétt er að vekja athygli á því að enn eru að finnast særðir fiskar, aðallega er um að ræða sjóbirtinga á suðurlandi. Ef veiðimenn verða varir við sár, er mikilvægt að taka ljósmyndir af þeim og senda upplýsingar til Suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar, netfangið: sudurlandsdeild@veidimal.is og símanúmerin: 580 6320/ 580 6322 / 868 7657.

 

Skýrslan er öllum aðgengileg á netinu.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar

 

Hér á Angling.is er að finna eldri fréttir um Sæsteinsugu

 

Hrygnir sæsteinsuga í íslenskum ám?

 

Sár eftir sæsteinsugu greinast á sjóbirtingum í Kúðafljóti

 

Hér er að finna áhugaverða samantekt um Steinsugu frá árinu 2003 á vef Náttúrufræðistofu Kópavogs