Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. júlí 2008

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 16. júlí síðastliðinn. Flestir laxar hafa veiðist í Norðurá eða alls 1841, en á einni viku hafa veiðst 534 laxar.  

Á svipuðum tíma í fyrra höfðu einungis veiðst 421 laxar. Í Þverá og Kjarará er veiðin komin í 1294 laxa og hafa veiðst 493 laxar á einni viku. Í Ytri Rangá og Hólsá er veiðin komin í 1245 laxa  og hafa veiðst 626 laxar á einni viku, en þess má geta að veiði hófst 23 júní. Í Langá á mýrum er veiðin komin í 1010 laxa og hafa veiðst 375 laxar á einni viku.  

 

Flest allar ár á listanum eru með mun betri veiði samanborið við sambærilegan tíma veiðitímabilið 2007. 

 

Hægt er að nálgast lista með veiðitölum úr 25 ám hér