Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
12. júlí 2008

Urriðaveiðin í Laxá í S.-Þing. árið 2007

Í fréttabréfi LV nr. 97 sem út kom í apríl 2008 er stutt yfirlit um lax- og silungsveiðina 2007, byggt á skýrslu Veiðimálastofnunar. Þar er meðal annars greint frá því að  í Laxá í Mývatnssveit hafi verið veiddir 4.354 urriðar. Þetta mun að vísu rétt vera en samt er hér málum illa blandið þar sem það svæði er gengur í skýrslum Veiðimálastofnunar undir þessu heiti er aðeins eitt af mörgum veiðisvæðum í Laxá í S.- Þingeyjarsýslu þó ætla mætti að hér sé um sérstaka á að ræða.

Með fullu tilliti til aðstæðna er eðlilegt að skipta Laxá í tvö megin veiðisvæði þegar birtar eru upplýsingar um veiði, þ.e. neðan Laxárvirkjunar og ofan hennar. Neðra svæðið, það sem  þekktast er fyrir laxveiði undir nafninu Laxá í Aðaldal hefur einnig upp á bjóða talsverða silungsveiði þó hún hverfi nokkuð í skugga laxveiðinnar. Á efra svæðinu, frá Laxárvirkjun að ósum úr Mývatni  er eingöngu um silungsveiði að ræða enda stundum nefnt urriðasvæðið. Bæði þessi aðalveiðisvæði skiptast síðan í önnur smærri og verður sú skipting ekki rakin hér.

Þegar teknar hafa verið saman tölur um alla skráða silungsveiði í Laxá í S.-Þingeyjarsýslu árið 2007 líta þær þannig út:

 

                                                       Urriði          Bleikja

Ofan Laxárvirkjunar                                

( Laxárdalur, Mývatnssveit )             6131                  7

Neðan Laxárvirkjunar

( Aðaldalur )                                      1125                25

---------------------------------------------------------------------

               Samtals                               7256                32

 

Aðalheimild: Tafla 13 í ritinu VMST/08023, Lax- og silungsveiðin 2007.

 

Jón Benediktsson.