Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
11. júlí 2008

Samstarf þriggja stangveiðifélaga

Í vor var opnuð vefsíðan Leyfi.is en hún er samstarfsverkefni þriggja stangaveiðifélaga: Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Ármanna og Stangaveiðifélags Selfoss. Er tilgangur síðunnar að koma í sölu þeim veiðileyfum sem eftir standa þegar úthlutun til félagsmanna er lokið.

 

„Þetta samstarf kom til á formannafundi aðildarfélaga Landsambands stangaveiðifélaga. Menn tóku vel í hugmyndina og úr varð að þessi þrjú félög byrjuðu,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar. „Venjulega er veiðileyfum úthlutað á veturna, á tímabilinu janúar til mars, og þá einungis til félagsmanna. En með þessum hætti gefst fólki sem stendur utan við félögin færi á að nálgast með auðveldum hætti þau veiðileyfi sem eftir standa.“

 

Opnir fyrir samvinnu við fleiri

Hans segir að á síðunni megi einnig finna veiðileyfi frá öðrum stangaveiðifélögum. Þannig selva þeir t.d. leyfi í Andakílsá en af þeirra eigin veiðisvæðum má nefna Kleifarvatn, Ölfusá og Grenlæk. Ef einhverjir aðrir þurfi að selja veiðileyfi séu þeir velkomnir í samstarf. Töluverð vinna fór í að koma síðunni á fót en þeir eru ánægðir með árangurinn og viðtökurnar. „Það tók um fjóra mánuði að gera síðuna, hanna útlit og slíkt. Það var frægur danskur veiðihönnuður sem heitir Nils Jörgensen sem hannaði síðuna en hann hefur meðal annars hannað mikið af veiðivörum. Og viðtökurnar hafa verið prýðilegar. Við höfum í rauninni bara auglýst þetta einu sinni en annars hefur þetta bara spurst út.“ (hj)

 

Þessa frétt er að finna í fréttablaðinu 24 stundir