Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
31. mars 2008

Vatnalíffræðingar gegn Gjábakkavegi

Stór hópur vatnalíffræðinga hefur tekið sig saman og ætlar að berjast gegn lagningu Gjábakkavegar í nágrenni Þingvallavatns. Þeir telja að vegurinn ógni lífríki vatnsins. Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði, hefur skrifað UNESCO bréf og hefur fjöldi íslenskra og erlendra vatnalíffræðinga skrifað undir bréfið.

Í bréfinu er lýst yfir stuðningi við Pétur Jónasson prófessor sem höfðað hefur dómsmál gegn Vegagerðinni út af fyrirhuguðum vegi og vill að umhverfismatið verði ógilt.

 

Gísli Már segir að forsvarsmenn alþjóða vatnalíffræðisamtakana ætli einnig að blanda sér í málið. Um 3500 vatnalíffræðingar séu í samtökunum.

Gísli segir að vegurinn muni auka umferð um svæðið og það geti breytt Þingvallavatni mikið. Gjábakkavegur á að bæta samgöngur í Bláskógabyggð, þar er nú 60 kílómetra hámarkshraði en verður 90 á nýjum vegi. Bent hefur verið á að vegurinn sem nú er lokist á veturna. Gísli telur að hægt sé bæta samgöngur með því að breikka og bæta þann veg sem fyrir er. Þannig megi koma í veg fyrir aukna umferð nálægt Þingvallavatni sem hann og fleiri telja að myndi fylgja Gjábakkavegi.

 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is