Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. mars 2008

Niðurstöður úr lykilám á Raunvísindaþingi HÍ

Raunvísindaþing H.Í var haldið dagana 14. og 15. mars.  Þar var kynning á niðurstöðum úr langtímarannsóknum í lykilánum tveimur Vesturdalsá í Vopnafirði og Elliðaám (Þórólfur Antonsson, Þorkell Heiðarsson og Sigurður Snorrason). Um 15 ára skeið hafa laxaseiði verið einstaklingsmerkt í þessum ám.

 

http://www.veidimal.is/images/Mynd_0357111.jpg

Gönguseiði. Einkennandi er gljái yfir búknum og dökkar rendur á uggum og sporði   ©Vmst

Þegar merki nást úr þeim löxum sem skila sér til baka er hægt að rekja ýmsar upplýsingar um  þá þegar þeir voru að ganga út sem seiði, eins og lengd, þyngd, holdafar og göngutíma.  Einnig eru tekin sýni af gönguseiðahópnum til aldursgreininga sem og af fullorðnum laxi þegar hann skilar sér til baka í árnar.

 

Helstu niðurstöður voru þær að stærri seiði skiluðu sér marktækt betur en smærri seiði.  Lítill munur var á því hvert holdafar seiðanna var en þó skiluðu feitari seiði sér fremur í Elliðaánum heldur en grennri seiði. Sá munur fannst ekki í Vesturdalsá.  Seiði sem gengu út úr ánni í seinni hluta göngunnar endurheimtust betur en þau sem fóru snemma.  Það var marktækt í báðum ánum.  Loks voru niðurstöður með aldur gönguseiðanna í ferskvatni þær að dánartíðni þriggja ára seiða var lægst miðað við aðra aldurshópa og gilti það fyrir seiði úr báðum árnum.

 

Þessa frétt er finna á vef Veiðimálastofnunar